Saga - 2017, Side 220
ekki undan niðurstöðunni, þótt ég sé henni ekki sammála, en tel að henni
hefði betur verið fylgt úr hlaði með því að reifa önnur meginsjónarmið og
útskýra hvers vegna þau eiga síður við.
Helst skilur með ritdómara og höfundi þar sem valdasaga tólftu og
þrettándu aldar er túlkuð, einkum samþjöppun valds og staða höfðingja. Ég
nefni sem dæmi þá sannfæringu Árna Daníels, sem einnig endurómar Axel
kristinsson, að leggja megi að jöfnu, eða sjá glögga hliðstæðu í, eðli höfð -
ingjavalds íslenskra héraðsríkja og konungsvald í Evrópu á sama tíma. Ég
geri ekki langt mál úr þessu en verð að játa að þetta gengur í berhögg við
flest það sem mér hefur skilist um konungsmynd evrópskra miðalda, allt frá
hugmyndafræðilegri umgjörð konungsvalds, réttarheimspekilegum grund-
velli þess og réttarsögulegum veruleika yfir til þess hvernig það var iðkað í
margvíslegri mynd. Mér er heldur ekki kunnugt um nein dæmi úr íslensk -
um eða erlendum miðaldatextum þar sem höfundur dregur slík líkindi eða
lætur að því liggja að íslenskir höfðingjar geti að einhverju marki talist kon-
ungar án nafnbótar (nema ef vera skyldi hugtakið princeps um Jón Loftsson,
sem Sverrir Tómasson hefur velt vöngum yfir, en sá skilningur að með því
sé Jóni líkt við konung er ekki einhlítur). Árni Daníel heldur hinu gagnstæða
fram og vísar til Hamborgarbiskupa sögu Adams frá Brimum (án þess að geta
blaðsíðutals eða frumtexta, einungis titils danskrar þýðingar). En hér er
Brimaklerkur hafður fyrir rangri sök. Adam gerir hvarvetna í króníku sinni
skýran greinarmun á kirkjuvaldi og veraldarvaldi og dregur gjarnan taum
kirkjuvaldhafa gagnvart veraldarvaldhöfum þegar hann teflir þeim saman.
Um kirkjuvald og handhafa þess í íslenska þjóðveldinu, biskup, segir Adam
(á síðari hluta elleftu aldar): Episcopum suum habent pro rege; ad illius nutum
respicit omnis populus; quicquid ex Deo, ex scripturis, ex consuetudine aliorum
gentium ille constituit, hoc pro lege habent (Þeir halda biskup sinn sem konung;
öll alþýða manna virðir vilja hans rétt eins og lög, hvort sem byggt er á
Guði, heilagri ritningu eða siðvenju annarra þjóða). Um veraldarvald og
veraldlega höfðingja talar Adam álíka skýrt og segir beinum orðum að þeir
séu ekki álitnir konungar: Apud illos non est rex, nisi tantum lex (Þeir halda
engan konung, einungis lög). Gerði Adam ekki skýran greinarmun á kirkju-
valdi og veraldarvaldi myndu þessar fullyrðingar enda stangast fullkom -
lega á.
Um verkið í heild vil ég segja að styrkleikar þess vega langtum þyngra
en hugsanlegir veikleikar og það er höfundi til sóma. Það er því afar miður
að forleggjarar hans virðast hafa látið bókina renna í gegnum prentvél án
þess að prófarkalesa hana. Höfundur og verk eiga betra skilið frá hendi
útgefanda en þennan frágang. Sé horft í gegnum fingur með þetta blasir við
mikilvægt framlag til íslenskrar miðaldasögu, skrýtt fjölda litmynda og
korta, sem vekur til umhugsunar um grundvallarþætti elstu sögu byggðar
og samfélags í landinu.
Viðar Pálsson
ritdómar218
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 218