Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 8

Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 8
8 Dagur tvö – 19. júní Leiðsögumanninn okkar, hann Kristján Eldjárn Hjartarson, hittum við í Fagraskógi. Það an var Davíð Stefánsson skáld ættaður og er búið að reisa þar glæsilegan minnisvarða um hann. Nú lá leið okkar til Dalvíkur þar sem ekið var um staðinn og bærinn skoðaður. Við skoðuðum m.a. minjasafnið og menningarhúsið sem var byggt af Sparisjóði Svarfdæla og síðan gefið bænum til afnota. Mættu fleiri bankar taka þá til fyrirmyndar. Kristján fræddi okkur svo um staðhætti og bróðir hans, Hjörleifur, sagði okkur frá fjölbreyttu fuglalífi staðarins og hvernig faðir þeirra fékk friðlýst svæði við tjörnina sem er þarna við bæinn. Frásögnin var öll hin skemmtilegasta en lítið sáum við af fuglum að þessu sinni. Þá var keyrt inn í Svarfaðardal þar sem við skoðuðum kirkjuna á Tjörn. Móðir Kristj áns, Sigríður Hafstað, sagði okkur sögu kirkjunnar og svo sungu þau Kristján, kona hans, Kristjana, og Sigríður fyrir okkur nokkur lög. Þetta var bæði skemmtileg og hátíðleg stund og þökkuðum við vel fyrir okkur. Kristján sýndi okkur pínulítið hús sem Kristján Eldjárn, fyrrverandi forseti, átti en er nú í eigu Þjóðminjasafns. Húsabakkaskóli var byggður 1955 en starfaði til 1972 og var þá stækkaður. Nú er þar rekin listasmiðja (hand verkssetur). Síðan var farið í sundskála þeirra Svarfdæla sem var byggður 1929 en hefur verið endurbættur í tímanna rás og nú vill fólk fá heitan pott þar. Bærinn Bakki er á þessum slóðum og sagan segir að þaðan séu bræðurnir Gísli, Eiríkur og Helgi. Nykurtjörn er þarna rétt fyrir ofan, lítil og falleg. Úr henni rennur lækur sem oftast er lítill en getur orð ið að skaðræðisfljóti. Bærin Hóll er eitt myndarlegasta býlið í dalnum en þar rétt hjá féll snjóflóð og tók bæ af árið 1952. Heljardalsheiði liggur upp úr dalnum. Þar er hægt að fara yfir í Skagafjörð bæði gangandi og á hestum. Skíðadalur er mikill dalur, þar eru mikil berjalönd. Við stoppuðum við Tungurétt, þar sem er lítið hús, og þar fengum við líka þetta dýrindiskaffihlaðborð framreitt af kvenfélagskonum sveitarinnar. Áfram héldum við inn dalinn þar sem við skoðuðum lítið hús sem hægt er að taka á leigu. Síðan var keyrt hinum megin við ána niður Svarfaðardal og Kristján hélt áfram að fræða okkur um bæjarnöfn, fossa, ár og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.