Strandapósturinn - 01.06.2012, Side 11

Strandapósturinn - 01.06.2012, Side 11
11 er mikið og fjölbreytt fuglalíf. Þá var haldið til Siglufjarðar þar sem bærinn var skoðaður. Við fórum á fjögur söfn og alltaf var Þórarinn að fræða okkur um allt sem tengdist svæðinu og sögu þess. Svo fórum við í þetta flotta hús sem búið er að gera upp og fengum okkur að borða dýrindissúpu. Á meðan sagði Þór arinn okkur frá uppbyggingu hússins. Eftir matinn kvöddum við Þórarin og þökkuðum fyrir frábæra leiðsögn. Þarna vorum við búin að fá fimm manneskjur úr þessari hæfileika ríku fjölskyldu, bræðurna Kristján, Hjörleif og Þórarin, móður þeirra, Sigríði, og konu Kristjáns, hana Kristjönu, til að segja okkur frá öllu mögulegu og syngja fyrir okkur og kunnum við þeim þökk fyrir. Þarna var kominn tími til að kveðja Siglufjörð og halda að Hofsósi þar sem fólki gafst kostur á að skoða söfnin eða rölta um og njóta augnabliksins. Síðan lá leið okkar heim að Hólum í Hjaltadal þar sem við fundum mjög fallegan stað inni á milli trjánna til að fá okkur móakaffi. Þá var farið að Hólaskóla og við skoðuðum okkur þar um áður en haldið var til næsta svefnstaðar sem var hótelið á Sauðárkróki. Þar eins og annars staðar var vel tekið á móti okkur. Allir fengu sín herbergi, skelltu sér í sturtu og löguðu sig til fyrir matinn sem var niðri í bæ. Eftir matinn var farið heim á hótel þar sem var spilað, sungið og dansað fram á nótt. Dagur fimm – 22. júní Nú var komið að síðasta deginum okkar í þessari ferð. Eftir morgunverðinn var pakkað saman og haldið af stað. En áður en við kvöddum Sauðárkrók fórum við í boði Hildi brands niður í sútunarverksmiðju og hittum þar bróður hans sem heitir Karl Bjarnason. Þar fór hann með okkur um alla króka og kima verksmiðjunnar og sagði okkur sögu hennar. Þetta var mjög fróðleg og skemmtileg ferð og þökkum við þeim bræðrum kær- lega fyrir. Síðan var keyrt um bæinn, farið upp að kirkjugarði og horft þaðan yfir staðinn og út á sjó. Nú urðum við að halda áfram því að nóg var eftir að skoða þennan síðasta dag okkar. Við ákváðum að fara beint yfir á Skagaströnd þar sem okkur var heldur en ekki kom ið á óvart. Hildibrandur fékk frænda sinn, Magnús Jónsson sveitarstjóra, til að fara með okkur í bíltúr um staðinn og segja okkur sögu hans. Það skemmtilega atvik kom
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.