Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 21

Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 21
21 verið réttur þannig að við sáum ekki neitt á víkinni en þegar við höfðum siglt fram hjá henni varð Magga litið til baka. „Vallnesvíkin er full af síld,“ kallaði hann. Nú voru góð ráð dýr, engin nót og Héðinn fullur af síld og Einar Hansen á næsta leiti. Ákveðið var að láta sem ekkert væri og haldið var til Hólmavíkur til að landa sem hraðast. Það var gert með körfum sem mokað var í með litlum netháfum, þær voru síðan hífðar með böndum upp á bryggju af tveimur mönnum og þaðan sturtað upp á bíl, allt á höndum. Það gekk mikið á svo að menn á bryggjunni botnuðu ekkert í látunum. Þegar við vorum rétt að ljúka við að landa kom Einar Hansen fyrir Hólmann og var okkur þá létt, hann hafði greinilega ekki séð síldina í Vallnesvíkinni. Þá áttum við eftir að taka nótina um borð svo menn rak í rogastans yfir hamaganginum, sleppt var og hoppað um borð og stefnan tekin inn með landi. ,,Hva geng á,“ sagði Einar Hansen sem horfði á hamaganginn. Þegar inn á Vallnesvíkina kom var síldin enn til staðar og náðum við þarna einu besta kasti sumarsins, 200–300 tunnum. Þegar upp komst um ástæður látanna sagði Einar Hansen: „Dengsi minn var po útkíkk.“ Eitt sinn vorum við að eltast við síld innan við Bassastaði, Maggi var uppi í hlíð með labb-rabbið og fylgdist vel með hreyfingum torfunnar, við biðum átekta fyrir utan. Menn vissu að það væri aðdjúpt þarna og nótin varla nógu djúp en þegar torfan færði sig nær landi gaf Maggi okkur merki og við köstuðum. Við komumst út fyrir síldina og vorum að byrja að draga að til að missa hana ekki undir teininn. Það var keppst við að nota skilminn til að fæla síldina nær landi en illa gekk. Kemur ekki sjálfur Einar Hansen siglandi inn með landinu í leit að síld, hann dólar rétt utan við nótina, sér dýpið og kallar þá: „Tað er alt of djúpt, tið fá ekkert.“ En viti menn, hann styggði síldina að landi með skrúfuhljóðinu þannig að við náðum að draga að og setja í lás. Þökk sé Einari Hansen, sem síðar hlaut staðfestingu á sannleiksgildi allra sinna ótrúlegu veiðisagna þegar hann ári seinna, 1963, kom með risaskjaldböku að landi. Síldin ánetjaðist allan hringinn á nótinni Þegar við einu sinni sem oftar komum út fyrir Reykjanestána og dóluðum inn á Hveravík sáum við vaðandi síld um alla vík. Þarna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.