Strandapósturinn - 01.06.2012, Qupperneq 21
21
verið réttur þannig að við sáum ekki neitt á víkinni en þegar við
höfðum siglt fram hjá henni varð Magga litið til baka. „Vallnesvíkin
er full af síld,“ kallaði hann. Nú voru góð ráð dýr, engin nót og
Héðinn fullur af síld og Einar Hansen á næsta leiti. Ákveðið var
að láta sem ekkert væri og haldið var til Hólmavíkur til að landa
sem hraðast. Það var gert með körfum sem mokað var í með
litlum netháfum, þær voru síðan hífðar með böndum upp á
bryggju af tveimur mönnum og þaðan sturtað upp á bíl, allt á
höndum. Það gekk mikið á svo að menn á bryggjunni botnuðu
ekkert í látunum. Þegar við vorum rétt að ljúka við að landa kom
Einar Hansen fyrir Hólmann og var okkur þá létt, hann hafði
greinilega ekki séð síldina í Vallnesvíkinni. Þá áttum við eftir að
taka nótina um borð svo menn rak í rogastans yfir hamaganginum,
sleppt var og hoppað um borð og stefnan tekin inn með landi.
,,Hva geng á,“ sagði Einar Hansen sem horfði á hamaganginn.
Þegar inn á Vallnesvíkina kom var síldin enn til staðar og náðum
við þarna einu besta kasti sumarsins, 200–300 tunnum. Þegar upp
komst um ástæður látanna sagði Einar Hansen: „Dengsi minn var
po útkíkk.“
Eitt sinn vorum við að eltast við síld innan við Bassastaði, Maggi
var uppi í hlíð með labb-rabbið og fylgdist vel með hreyfingum
torfunnar, við biðum átekta fyrir utan. Menn vissu að það væri
aðdjúpt þarna og nótin varla nógu djúp en þegar torfan færði sig
nær landi gaf Maggi okkur merki og við köstuðum. Við komumst
út fyrir síldina og vorum að byrja að draga að til að missa hana
ekki undir teininn. Það var keppst við að nota skilminn til að fæla
síldina nær landi en illa gekk. Kemur ekki sjálfur Einar Hansen
siglandi inn með landinu í leit að síld, hann dólar rétt utan við
nótina, sér dýpið og kallar þá: „Tað er alt of djúpt, tið fá ekkert.“
En viti menn, hann styggði síldina að landi með skrúfuhljóðinu
þannig að við náðum að draga að og setja í lás. Þökk sé Einari
Hansen, sem síðar hlaut staðfestingu á sannleiksgildi allra sinna
ótrúlegu veiðisagna þegar hann ári seinna, 1963, kom með
risaskjaldböku að landi.
Síldin ánetjaðist allan hringinn á nótinni
Þegar við einu sinni sem oftar komum út fyrir Reykjanestána og
dóluðum inn á Hveravík sáum við vaðandi síld um alla vík. Þarna