Strandapósturinn - 01.06.2012, Blaðsíða 36

Strandapósturinn - 01.06.2012, Blaðsíða 36
36 8. Árið 1944 mun Bjarni Bjarnason á Gautshamri hafa flutt hús sitt frá Hamri út að Drangsnesi, en ekki var mér kunnugt um hvort því var fleytt á tunnum eða rifið. En húsið var flutt á sliskjum niður að sjó á Gautshamri og síðan fleytt á tunnum út að Drangsnesi, sagði Þorvaldur Loftsson mér þann 15. júlí 2009. 9. Og kemur þá að því sem stundum gerist, að allt ætlar vitlaust að verða í húsafleytingum. Dalurinn er fluttur inn að Hólmavík sjóleiðis aftan í bát, með aðstoð Árna Andréssonar og verður að Kópnesbraut 12. Og um svipað leyti flytur Árni einnig sitt eigið hús frá Gautshamri á sama hátt og verður það þar eftir Hafnarbraut 7 á Hólmavík, Grímeyjarhús.10 Vantar nú ekkert á það annað en vindmylluna. Má með sanni segja að líklega hefur Árni Andrésson verið einna afkastamestur húsafleytingamaður í Strandasýslu og trúlega á öllu Íslandi, því ekki er mér kunnugt um fjölbreyttari fleytingar annars staðar. Þó hefi ég heyrt getið að nokkru um fáein máttvana tilvik á Skagafirði í nánd við Hofsós og Sauðárkrók, sem varla tekur að nefna. 10. Og til að ljúka þessu umræðuefni er rétt að minnast á eitt hús enn, sem að vísu var rifið og efnið notað annars staðar. Það er Hellubúðin. Hún stóð fyrir innan Hamarinn á Drangsnesi nálægt því sem síðar var hús Jóhanns Guðmundssonar og Indíönu. Þetta hús keypti Sófus Magnússon af Ara Gísla Magnússyni 1. mars 1926 á kr. 1600,-. Voru skilmálar nokkuð harðir, dráttarvextir 15%, ef ekki væri staðið í skilum, en Sófus hafði greitt allt upp 20. sept. 1930, þrátt fyrir kreppuna. Er til skjal upp á þetta. Aðalefnið í nýja byggingu á Forvaðanum fékk hann í Kolbeinsvík, en reif Hellubúðina og notaði efnið einnig í nýja húsið.11 10 Hólmavíkurbók, bls. 80 og bls. 166. 11 Ósk Sófusdóttir, Lúðvík Björnsson, ljósrit af kaupsamningi dags. 1. mars 1926.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.