Strandapósturinn - 01.06.2012, Síða 38

Strandapósturinn - 01.06.2012, Síða 38
38 vildum við trúa þessu, héldum bara að strákunum þætti við svona skemmtilegar að þeir óskuðu sér að vera sem lengst í samfylgd okkar, því þeir vildu að við kæmum með þeim suður og tækjum rútuna þaðan, daginn eftir. Það var sama hvað þeir sögðu, okkur sannfærðu þeir ekki og máttu nauðugir, viljugir, sleppa okkur út við túngarðinn í Ljárskógum, þar þekktum við til og ætluðum að fá gistingu, því daginn eftir átti áætlunarbíllinn að fara þar fram hjá, sína vikulegu ferð til Hólmavíkur. Okkur brá heldur betur í brún þegar við komumst að raun um að strákarnir á olíubílnum höfðu verið að segja okkur satt, engin ferð um Dalina þetta sumarið og yfir Steinadalsheiði eins og venjulega, líklegt þótti þeim í Ljárskógum að heiðin væri illfær nema þá jeppum. Nú voru góð ráð dýr. Hættum við nú við að fá gistingu, því úr þessari sjálfheldu urðum við að komast sem fyrst. Var okkur útvegaður jeppi þar úr sveitinni og kvöddum heimafólk með virktum en ekki var hátt á okkur risið, við höfðum það á tilfinningunni að hafa hagað okkur eins og bjánar. Það var norðan kuldi og slydduhraglandi, vegurinn holóttur og bíllinn hastur. Við létum það þó ekki á okkur fá, við vorum þó allavega lagðar af stað heim. Bílstjórinn var fullorðinn maður, fáorður og þungur á svip og þegar að fyrsta steininum kom á veginum upp á heiðina, nam hann staðar, gekk nokkra metra, sá fleiri steina og afsagði nú alveg að fara lengra. Það var alveg sama þó við byðumst til að henda hverjum steini úr götu hans, ýta á bílinn eða draga eftir því sem þörf krefði. Nei, karlinn var eins og staður klár eða gamall þver bjöllusauður. Við réðum nú ráðum okkar, sáum að bílstjórinn var of gamall til að nokkur von væri um að við gætum töfrað hann með brosum eða blíðmælgi og auk þess auðsjáanlega grútfúll yfir þessu flandri. Spurðum við hann hvort hann vildi keyra okkur að Kletti í Geiradal, þaðan var ein skólasystir okkar og var hún komin heim fyrir nokkrum dögum. Rumdi eitthvað í karli sem við vissum varla hvort var já eða nei. Vorum við hálf niðurdregnar yfir þessu öllu og þó helst yfir að hafa ekki trúað strákunum á olíubílnum, því þá værum við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.