Strandapósturinn - 01.06.2012, Qupperneq 40

Strandapósturinn - 01.06.2012, Qupperneq 40
40 veit ég hvernig tröllunum í gamla daga hefur gengið að hafa sig yfir heiðina, sennilega betur en okkur. Það var blindöskubylur og töluvert frost, rak bóndi okkur af og til af baki svo við frysum ekki fastar við klárana. Máttum við klofa snjóinn í hné og hefðum áreiðanlega misst af lestinni og orðið úti á heiðinni ef við hefðum ekki haldið dauðahaldi í ístöðin og nauðugar viljugar brokkað við hlið hestanna, því þeir voru stórstígir og virtust lítið hafa fyrir að ösla snjóinn. Við og við fengum við að fara á bak og var það ósköp gott, en bara örstutta stund, þá fór okkur að kólna, þarna húkandi upp á freðnum og fannbörðum hnökkunum, kom nú föðurlandið sér vel eins og oftar, því engar áttum við síðbuxurnar, þær voru ekki komnar í tísku í þá daga. Bóndi skilaði okkur heilu og höldnu niður í Tröllatungu og var okkur fagnað þar eins og prinsessum og troðið í okkur mat og drykk eftir að við höfðum verið færðar úr utanyfirfötunum. Buðum við nú Ingunnarstaðabóndanum borgun, þó við ættum ekki eyri, því allur okkar ferðasjóður fór eins og hann lagði sig til jeppabílstjórans. Ekki vildi bóndi taka borgun, sagðist koma og drekka kaffi út á þetta þegar við værum farnar að búa. Því miður hefur aldrei orðið af því. Var nú hringt til Hólmavíkur og sótti okkur vörubíll þaðan. Það var eins með þann mann, við nutum foreldra okkar og gestrisni þeirra við ferðalanga svo við þurftum hvergi neitt að borga, svo enginn komst að því að við hefðum orðið að biðja um gjaldfrest. Gistum við á Hólmavík. Þangað var svo Veiga sótt á bíl en ég fékk far með trillukarli út að Drangsnesi þar sem ég átti heima þá. Var það á sjómannadaginn, fyrstu helgina í júní, sem ég kom heim. Lifði ég í besta yfirlæti nokkra daga, en okkur var ekki til setunnar boðið, vinnan beið, þarna langt austur í fjarskanum. Enn hittumst við á Hólmavík og nú tókum við rútuna suður í Fornahvamm, þá var norðurleið farin hjá svo við urðum að gista, vissum það fyrir fram. Fórum við í göngutúr um kvöldið en svo forljótt fannst okkur þarna að varla væri hægt að tala um landslag. Fengum við okkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Strandapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.