Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 41

Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 41
41 síðan kvöldmat og fórum svo í bólið. Vöknuðum hressar og fullar eftirvæntingar, athuguðum fjárhaginn og ég sem hafði þurft að slá fyrsta lán ævinnar átti aðeins fyrir farinu austur, gistingu á Akureyri og þrisvar fyrir kaffi. Fannst mér þetta stórfínt og um Veigu var eitthvað svipað ástatt. Stóð þetta allt og stemmdi og vorum við harla glaðar. Fengum við okkur morgunkaffi og drukkum það með heimspekilegri ró, áhyggjur vissum við ekki að væru til. Ráfuðum við nú úti og loks kom rútan. Við króuðum bílstjórann strax af og tilkynntum honum að við ætluðum til Akureyrar með honum. Í stað þess að taka okkur tveim höndum og bjóða okkur brosandi upp í farkostinn sagði hann, nei með mér fáið þið ekki far í dag, bíllinn er þéttsetinn. Nú fór þó að syrta í álinn. Við báðum hann svo vel sem við kunnum en hann var ekkert nema þvermóðskan og sagði nei, fáráðlingar sem ekki hefðu haft vit á að panta sér far gætu sko setið á sínum rassi, það mál kæmi ekki við sig. Veiga, sem var gædd þeim eiginleika að geta töfrað hvaða strák sem var upp úr skónum, bara með því að líta á þá, lagði sig nú alla fram en ekkert dugði. Bílstjórinn virtist alveg ónæmur fyrir henni. Við getum setið á toppnum ef þú festir okkur eins vel og töskurnar, sagði ég, svona til að segja eitthvað. Við komumst aldrei austur með því að gista hér aðra nótt því þá eigum við ekki nóg fyrir farinu. Það hnussaði eitthvað í bílstjóranum, hann horfði á okkur rannsakandi augum og við settum upp spariandlitið og mændum á hann. Allt í einu ýtti hann húfunni fram á enni og klóraði sér vel og lengi, því ætli karlmenn þurfi alltaf að klóra sér ef þeir lenda í vandræðum, ekki klóruðum við Veiga okkur og vorum það þó við sem í vandræðunum sátum. Já, upp á toppinn með ykkur, sagði nú bílstjórinn, allt í einu og glotti, þreif í spotta og tók að losa yfirbreiðsluna af dótinu. Við áttum nokkur augnablik von á því að hann skipaði okkur að klifra en af því varð þó ekki, hann henti dótinu okkar upp, snaraðist sjálfur upp á toppinn, lagaði til og festi yfirbreiðsluna vel. Bíðið þið svo, sagði hann um leið og hann stökk niður og snaraðist inn á hótelið að fá sér í gogginn. Eins og það væri nokkur hætta á að við yfirgæfum bílinn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.