Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 43

Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 43
43 hrærigraut. Þar var samt hótel og andspænis því sjúkrahús, svo stutt var að skjótast ef maturinn færi ekki vel í maga. Þarna fóru allir inn og drukku kaffi nema við, sem slöppuðum nú af, reyndar hét það bara að hvíla sig í þá daga og létum okkur nægja okkar eigin garnagaul í kaffis stað. Enn var haldið af stað og langur er hann Langidalur nú, en lengri var hann þá, og brött brekkan upp frá Bólstaðarhlíð. Þar upp lengdust handleggir okkar að miklum mun, en upp komumst við þó og yndislegt var að geta nú kúrt upp við sætisbakið alla leið niður í Varmahlíð og þar skeði það sem við höfðum svo lengi beðið eftir, það fóru nokkrir úr. Þvílíkur léttir að sitja í sæti með baki, sem þoldi að lagst væri þétt upp að því. Ég naut þess alveg frá tám og upp í hvirfil, jafnvel þó sessunautur minn angaði svo af neftóbaki og einhverju sem líktist mest súrheyslykt, að öll mín innyfli leituðu upp aðra stundina en sem betur fór var maginn svo galtómur að þetta blessaðist allt. Karlinn ýmist tróð svo fullar sínar ferlegu víðu nasir að hrundi úr þeim eða snýtti sér þegar gumsið fór að blotna og leka fram á nefbroddinn. Þegar hann hafði snýtt allt úr gímöldunum og þurrkað þau vel með því sem hreinast var af klútnum, byrjaði hann að leita að dósunum og sami leikurinn hófst á ný. En allt hefur sitt upphaf og sinn endi líka, Akureyri kom í ljós og eftir stutta stund var numið staðar við bílastöð B.S.A. Bærinn var í hátíða skarti og skapi því þetta var að kvöldi 17. júní. Við rákum strax augun í hús stutt frá sem á stóð Hótel Norðurland, og eftir að hafa komið farangrinum í geymslu og tekið mið af hinu og þessu, til að rata til baka, héldum við svo dauðuppgefnar á hótelið. Fengum herbergi og pöntuðum kaffi upp. Heldur fannst okkur nánasarlegur brauðskammturinn hjá þeim norðlensku, hringdum aftur og báðum um meira. Stúlkan sem kom rak upp stór augu og setti upp fyrirlitningarsvip en kom þó með meira brauð, það var auðséð að hún bar ekki mikla virðingu fyrir okkur og matarlyst okkar. En við bara brostum til hennar og þökkuðum fyrir, settumst síðan niður og átum og drukkum eins og hross í afmæli. Hresstumst við óðum en þó ekki nóg til að fara út og líta á lífið og gleðskapinn í bænum. Jafnvel Veiga taldi sig ekki hafa nokkra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.