Strandapósturinn - 01.06.2012, Síða 48

Strandapósturinn - 01.06.2012, Síða 48
48 Jóhannes Pétursson Jólin heima Mér eru þau jólin minnisstæðust, sem ég lifði fyrsta tug æfi minnar. Ég átti þá heima norður á Hornströndum.1 Heima kom sjaldan nokkur maður um vetrarmánuðina og raunar á sumrum líka. Jólin voru því mjög mikill viðburður og helgur í okkar augum, systkinanna2 að minnsta kosti, enda hlökkuðum við mikið til jólanna. En vel má vera, að það hafi eins stafað af tilbreytninni eins og helginni sem yfir þeim hvíldi í augum foreldra minna.3 Allt um það. Þegar jólin nálguðust, fór pabbi alltaf í kaupstaðinn annað hvort til Ísafjarðar eða Norðurfjarðar að sækja eitthvað til jólanna. Það var löng leið að ganga og bera þunga byrði til baka, enda tók þessi ferð viku eða meira eftir tíðarfarinu. Við krakkarnir byrjuðum vanalega að gá hvort hann væri ekki að koma 2–3 dögum áður en hans var von. Og þegar loksins sást til hans þá kunnum við okkur ekki læti. Í síðustu vikunni fyrir jólin fór mamma að baka, sérstaklega man ég eftir lau- fabrauðinu sem oft var skreytt. Á Þorláksmessu fórum við krakkarnir eftir kræk- ilyngi upp á Nordal á jólatréð. Þá um kvöldið læddist ég oft inn í stofu og gáði undir skápinn og þar var það sem ég bjóst við, sauðskinnskór litaðir úr blásteini með eltiskinnsbryddingum. Þá gerði mamma eftir að við vorum háttuð á kvöldin. Á aðfangadag klukkan 6 eða 7 hófst jólahaldið, þá kom pabbi frá gegn- ingum og mamma hafði ´þvegið okkur hátt og lágt. Við sátum öll þögul og rjóð af ánægju og þorðum varla að hreyfa okkur. Við höfðum öll fengið nýja skó og eitthvað annað. Þegar pabbi var kominn í sparifötin var sest að borðum. Þar var jafnan hangikjöt, laufabrauð og sitthvað fleira. Því næst var kveikt á jólatrénu. Öll fjölskyldan gekk í kringum það og söng jólasálma. Enn þá ómar þessi söngur fyrir eyrum mér. Hann er eitt það dásamlegasta sem ég hef heyrt. Stuttu seinna bar mamma fram kaffi og „bakkelsi“ eins og við nefndum það. Pabbi las guðsorð áður en við drukkum. Við máttum ekki hafa hátt eða spila. Ljós logaði alls staðar og það var allt bjart og hlýtt. Við fórum til náða um klukkan 12, sæl og ánægð. Á jóladaginn var allt með minni helgiblæ og við tókum til við leiki okkar. Þessi friðsömu og hátíðlegu jól heima eru mér betur að skapi en íburðarmiklar jólaveislur með sælgæti og yfirdrepsskap. 1 Hann átti heima í Skjaldabjarnarvík 1922–1935. 2 Systkinin auk Jóhannesar voru Guðmundur, Guðbjörg, Friðrik, Matthías og Jón. 3 Foreldrarnir voru Pétur Friðriksson og Sigríður Elín Jónsdóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.