Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 55

Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 55
55 þegar við nálguðumst Árneseyna og sundið góða var samfelldan brimskafl að sjá. Nú áttum við um tvo kosti að velja, hvorugan góðan, halda áfram eða snúa við. Taka þurfti skjóta ákvörðun. Jóhannes sneri bátnum í átt til fjarðar og nú var reynt að komast á móti veðrinu burt frá þessum freyðandi vegg sem bauð okkur faðminn, kaldan og miskunnarlausan. Brimgarðurinn var ógnin mikla og okkur var það áreiðanlega báðum ljóst að tæpara mátti ekki standa. Það var enginn tími til að hræðast. Öll okkar hugsun snerist um það að reyna að komast út á fjörðinn þótt öldurnar þar væru ekki beint vinsamlegar þar sem þær byltust og brotnuðu og soguðust til og frá. Undir svona kringumstæðum getur vel verið að eitthvað tapist af tímaskyni. Mér fannst við vera óralangan tíma uppi við brimgarðinn, óþægilega nærri honum eins og hann vildi ekki sleppa taki á okkur en togaði okkur til sín með ósýnilegu afli. Ég lá yfir vélinni og reyndi að verja hana ágjöfinni. Dælan var nærtæk þannig að við gátum báðir haft hendur á henni. Svo kom að því sem ég hafði óttast, ég gaf vélinni heldur mikið en þá gerðist það sem ekki var venjulegt, hún fór aftur í gang á fyrsta slagi. Það lægði ofurlítið meðan á þessu stóð, nóg til þess að við fjarlægðumst óvin okkar – við vorum komnir út á fjörðinn og það var þó skömminni skárra. Ölduhæðin var mikil og af og til sáum við bylgju ískyggilega bratta og háa sem brotnaði hvítfyssandi með drunum og sogi. Þótt við værum svo lánsamir að sleppa við þær verstu kembdi úr földum svo ágjöf var töluverð. Ég reyndi að hugsa um dæluna því mér var ljóst að ekki mátti ónáða þann sem við stýrið sat, hann þurfti að gæta þess að halda bátnum á réttum kili og um leið að skáskera öldurnar mátulega þannig að hann tæki ekki sjóana yfir sig. Mér fannst það notalegt þegar báturinn sigraði ölduna og fór niður í næsta dal en þá beið önnur alda sem gat reynt enn þá meira á hæfni stjórnandans en sú síðasta. Seint og um síðir náðum við yfir undir landið handan fjarðarins. Þá var okkur borgið. Blessuð litla trillan skreið ljúflega inn sæmilega sléttan sjó í landvarinu. Við lögðum að bryggjunni á Norðurfirði, einhver var á fótum og í Víkinni hafði verið gengið á fjörur því fólk óttaðist um okkur sem von var. Ég hef oft hugsað um þessa sjóferð og þess vegna man ég
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.