Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 64
64
[………].19 Á Ásgeirs20 dögum fékkst úr túninu að sögn á áttæring
rekaviður er það var plægt. Í mýrinni fyrir utan bæinn kemur
víðast hvar upp rekaviður ef stungið er og er ein stunga niður að
spýtunum.
Riðum svo út með og beygðum inn fyrir Hvalsá með
Gálmaströnd.21 Fag urt veður, spegilfagur sjór af logni, fullt af
æðarfugli með unga í fjörunni, sums staðar toppendur og fleiri
fuglar með unga sína, slétt ströndin og kefli við kefli af rekavið.
Gangar ganga út á sléttuna sem drangar.22 Mön af undirlendi
fram með sjónum sem gangarnir ganga yfir. Malarrastir undir
grassverði upp frá sjó. Komum að Heydalsá; kurteis bóndi.23
Riðum inn með. Komum við í Húsavík, tók þó engva steingjörvinga
þar núna í gilinu. Svo upp að Tröllatungu (kl. 4½). Gekk upp
með ánni og fann leirlögin sem Schmidt24 fann 1883. Þar um
nóttina í Tröllatungu.25
4. ágúst. Rigning allan daginn. Ögmundur fór um morguninn
norður á Reykj arfjörð.26 Eg safnaði nokkru af steingjörvingum,
illt vegna óveðurs og bleytu. Gamaldags hurðarhringur hér á
kirkju, ártal 1664. Af reka á Gálmaströnd átti Skálholtskirkja
áður ¾ en Skarðskirkja 1/3, kammerráðið keypti Skálholts ¾ svo
nú á Skarð allan rekann (?). Johnsens Jarðatal, p. 215.27
5. ágúst. Um morguninn ekki rigning en þoka niður í mið
fjöll. Upp frá Stein grímsfirði við Húsavík gengur allbreiður
19 Illlæsilegt og ekki gott að geta sér til um hvaða tegund Þorvaldur hefur haft í
huga hér. Í Andvaragreininni frá 1904 telur hann upp nokkrar tegundir í Kolla-
fjarðarnesi en nefnir ekkert sem varpar ljósi á þetta.
20 Ásgeir Einarsson alþingismaður, bóndi á Kollafjarðarnesi 1838–1861 (Jón Guðna-
son (1955), bls. 227).
21 Gálmaströnd heitir suðurströnd Steingrímsfjarðar utan við bæinn Þorpa.
22 Sá þeirra sem er mest áberandi heitir Tóftardrangur.
23 Ásgeir Sigurðsson var bóndi á Heydalsá 1864–1899 (Jón Guðnason (1955), bls. 238).
24 Mun vera Carl Wilhelm Schmidt sem var á ferð á Íslandi 1883.
25 Utan samhengis (III, bls. 45): „Terrassar við Steingrímsfjörð fyrir vestan
Kirkjuból.“
26 Ögmundur fer norður á Reykjarfjörð og er þar átt við kaupstaðinn Reykjarfjörð
(Kúvíkur). Ögmundur Sigurðsson (1859–1937) var lengi kennari og skólastjóri
í Flensborgarskóla í Hafn arfirði, 1896–1930. Hann var fylgdarmaður Þorvalds á
ferðum hans um Ísland í 14 sumur.
27 Jarðatal á Íslandi (1847), bls. 215.