Strandapósturinn - 01.06.2012, Side 71
71
Kleifum og Bæjarvötn hér norður af fellinu, öll krókótt.
Margrétarvatn hér ná lega að vestan. Halli laganna auðséð til
austurs og eins í Balafjöllum, ca. 4°. Vesturbrún laganna stendur
upp og vötnin eru bak við; svo sést til dæmis glöggt á Bæjarvötnum.
Hækkun laganna að aftan sést ágætlega vel, eins og skánir hver á
annarri; þar sem þynnri eru lögin sem þakin af grænu alls staðar
randirnar. Þessi heiði smá-hallar upp að Trékyllisheiði og er lág.
Balafjöll69 ef laust um 2000 fet, öll snjóug, skaflar niður í sjó, mjög
vetrarlegt. Hér uppi á fellinu lautinantavarða stór,70 grettistak
alveg laust, nálega á klöpp. Þar vex Silene acaulis,71 Armeria,72
Cerastium alpinum,73 Polygonum viviparum,74 Empetrum
nigrum,75 Salix herbacea,76 Saxifraga cæspitosa.77 – Kjalarvatn hjá
Bæ. – Grímsey brött [………]78 hamrar, rauðar skriður að sjá.
Surtarbrandsmyndanir í háum hömrum sunnan í Bæjarfelli;
þverhnípt þar niður. Rauð lög og breccia79 efst í fellinu næst
hömrunum sem ofan á liggja. Bæjarfell orðið þverhnípt af því að
basaltlög eru ofan á en lint móberg og leir myndanir undir.
14. ágúst. Krapakafald um morguninn, hiti 2½°, þéttist, allan
daginn á víxl kaf ald og rigning. Við fórum í Margrétarfell að
ná steingjörvingum. Fengum fáa. Óþokkalegt verk, blautir og
fjarskalega óþokkalegir. Matvæli flest þrotin, tó bak og fleira
svo nú höfum við fremur illt líf. Í Urriðavötnum töluverður sil-
ungur. Þar verpa álftir, svartbakur og fleiri. Fór um kvöldið frá
Gautshamri út með sjó að Bæ og var þar um nóttina. Þar vex
Aspidium lonchitis.80
69 Samheiti yfir fjalllendið frá Brúará og norður í Kaldbaksvík.
70 Svo nefnast vörður sem sjómælingamenn reistu þegar strandmælingar fóru fram.
Líklega hlaðin á fyrstu áratugum 19. aldar. Strandmælingar fóru fram á árunum
1801–1818 og sáu um það verk sjóliðsforingjar norskir og danskir. Varðan á Bæj-
arfellinu hlýtur að hafa verið hlaðin árið 1808 en þá var mælt kringum Stein-
grímsfjörð.
71 Lambagras.
72 Geldingahnappur.
73 Músareyra.
74 Kornsúra en latneska tegundarheitið er nú Bistorta vivipara.
75 Krækilyng.
76 Grasvíðir.
77 Þúfusteinbrjótur.
78 Illlæsilegt.
79 Kubbabergslag.
80 Aspidium lonchitis nefnist nú Polystichum lonchitis, ‘skjaldburkni’.