Strandapósturinn - 01.06.2012, Qupperneq 74
74
Asparvíkurdalur kaldranalegur botn, Fossá rennur á klöppum úr
honum. Mynni dalsins jafnhátt terrass, langsfannir hver upp af
annarri í hlíðun um. Áin á bergi, gróður milli fanna, mýrar í botni.
Komumst að Eyjum.
16. ágúst. Var um nóttina í94 Eyjum.95 Bærinn á hrjóstrugu nesi,
vel húsað, timburhús eitt til geymslu, nýtt, vindmylna. Skarfakál
vex hér mikið upp um allan bæ, þak og veggir huldir af því; mest
fæst það í skeri hér fyrir utan, notað saxað í grauta og súpu,
súrsað í því slátur, fæst af því drukkur etc. Hér fást 50–60 pund
af dún í eyjunum hér fyrir landi. Slægjur hér engvar, verður
að sækja þær inn í Bjarnarfjörð. Hér eru hlaðnir í fjörðunum
nærri allir veggir úr því sem hér er nefnt klumbuhnausar.
Á Barðaströnd kallaðir klömbruhnausar, þrí hyrndir og ganga
toturnar á misvíxl inni í vegginum til að binda. Fjórar eyjar
hér undir, tvær stærri, tvær smærri, nokkur sker. Eyjahyrna hér
upp af, Blæja á niður hamrana. Þar slægjur dálitlar uppi. Hvolf
rétt fyrir innan Kaldbakshorn heitir Vambaldahvolf; þaðan oft
snæflóð. Sker fyrir framan heita Vambaldar. Mikið af æðarfugli
hér út með í fjörunni og kópar á hverjum steini.
Riðum út með Kaldbakshorni, hrikaleg þverhnípt björg,
lóðrétt; lögin rauð á milli. Yfir Kaldbakskleif allvel rutt, eintóm
stórgrýtisurð, riðið í krákustíg ut an í brattri urðinni. Kaldbaksvík
einkennilega stórhreinlega fallega-ljót. Í Kald bakshorni að
norðanverðu þverhnípt gjá upp úr, Svansgjá. Þar átti hann96 að
hafa gengið í og gegnum fjallið að Svanshóli, hengt brækur sínar
[í] gjána. Skreflufjall norðan við víkina. Þar nýfallinn snjór niður
í miðju. Terrass tekur sig þar upp fram með Skreflum97
norðanverðu við víkina. Snjór tollir ei við Kaldbakshorn fyrir
stormum. Gróður þar því minni kringum Eyjar. – Hér al mennt á
94 Það er málvenja að segja á Eyjum (eins og Þorvaldur gerir réttilega á næstu
blaðsíðu).
95 Upphaflega hét bærinn Oddbjarnareyjar.
96 Svanur á Svanshóli var móðurbróðir Hallgerðar langbrókar. Þjóðsagan segir að
hann hafi farið til róðra frá Svanshóli í Kaldbaksvík. Þá gekk hann upp í Svansgjá,
sem er ofan við Svanshól, og þar í gegnum fjallið og kom út um Svansgjá í Kald-
bakshorni og til baka að kvöldi sömu leið. Þegar hann týndist í róðri á Húnaflóa
sást er hann gekk í Kaldbakshornið og var vel fagnað.
97 Skreflur eru norður undir Kolbeinsvíkurspena og þar var útver fram á 19. öld.