Strandapósturinn - 01.06.2012, Side 100
100
Barðsvík, töluvert undir lendi, botnmyndað, allur grænn botninn
og mjög grösugt upp hlíðarnar. Báðar þessar víkur, Bolungarvík
og Barðsvík, botnar stórir en eru sumpart fylltar hið neðra af
sævarburði enda eru ósar eða tjarnir fyrir ofan í báðum.
Fjall261 tekur við fyrir norðan þessa vík eigi eins hátt og hitt,
hjalli á hjalla ofan, forir og mýrlendi neðan, urðarhjallar hið efra.
Fórum gegnum grunnt skarð262 niður í Smiðjuvík. Það er grynnri
botn en hinir og hamrar niður að sjónum fyrir neðan bæinn,
björg fyrir utan og innan og margir fossar niður bjargið.
Fátæklegur bær og óþrifalegur. Þar kom til okkar annar bóndinn,
Guð mundur,263 og sagðist undir eins hafa haldið að hér væri
Þorvaldur Thoroddsen því aðrir kæmu eigi á útkjálka með svo
marga hesta. Hann hafði lesið And vara264 og var mjög inter-
esseraður, karlinn. Þar sá eg þrúgur, sviga með riðnum ólum í,
sem menn ganga með á vetrum. Hér um pláss eru á bæjum ei til
nema einn til tveir hestar og ætla þeir að verða vitlausir af kátínu
þegar mínir hestar koma, verða fegnir „selskapnum“, leiðist
einveran eins og mönnunum og vilja elta.
Hér skildi Bæringur við oss. Við riðum upp á Smiðjuvíkurbjarg
og út með brúnunum. Var þá allbrúkandi veður þó dimma væri
og kafald á hærri toppum. Bjarginu hallar inn og eru þar tjarnir.
Við eina tjörnina fengum við okkur bita því í morgun gátum við
ekkert etið af því sem við fengum í Bolungarvík. Í gærmorgun
fengum við alls ekkert er við fórum frá Reykjarfirði og óetandi
harsl um kvöldið í Bolungarvík en við erum rétt orðnir nestislausir
og ólifandi í tjaldi í þessum illviðrum. Göturnar á Smiðjuvíkurbjargi
víða mjög tæpar og hætta að fara þar með hestana. Nú er hér fugl-
laust nema einstaka ryta sést og máfur. Leiðin liggur utarlega um
Drífandadal.265 Það er hvolf niður í bjargið og foss neðst hár266 og
mikill í ánni.267 Þar fyrir utan enn ein dalskvompa, Hólka bætur,
261 Nefnist Smiðjuvíkurháls.
262 Þorvaldur fer Smiðjuvíkurháls.
263 Guðmundur Ólafsson, bóndi í Smiðjuvík um 1870 og 1884–1894. Hinn bóndinn
hét Magn ús Jóhannesson, frá því fyrir 1883 og til 1887. Húsmaður þar er þá fyrr-
greindur Eyjólfur Guð mundsson. (Lýður Björnsson (1992), bls. 77).
264 Þorvaldur Thoroddsen birti greinar um ferðir sínar reglulega í tímaritinu And-
vara.
265 Drífandisdalur.
266 Drífandi eða Drífandisfoss.
267 Drífandisá.