Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 102

Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 102
102 nýbýli sem nýlega er aftur komið í eyði.273 Veðrið hvasst, kafald og hagl, hiti ÷ 1, snjór í kálfa og varð alltaf meiri er ofar dró svo loks voru hestarnir á kviði í nýföllnum snjó. Urðum við nærri allt að ganga og vaða ófærðina mest af veginum frá Bjarnarnesi að Horni. Hér á bjargbrúninni eitthvað hið hrikalegasta og ljótasta sem eg hefi séð. Við erum að fikra okkur fram með brúninni vaðandi snjóinn og berjandi hest ana í veðrið, þverhnípt hyldýpið, 1000 feta hamraveggir, á aðra hönd niður í sjó, fyrir ofan á vinstri hönd þýtur stormurinn og kafaldið um háar hamrabrúnir og eggjar274 sem grillir í einstaka sinnum, fyrir neðan hamrastandar275 úr sjón- um og löðrandi brim sem þó ekki heyrist í vegna hæðarinnar og stormsins, ein staka fugl við brúnirnar að baksast á móti vindinum, en í suðri grillir í sífelldar hamragirðingar að sjónum og glórir í undarlega óhreina birtu við sjóinn og klettana fyrir neðan kolsvört kafaldsskýin. Klöngruðumst við svo gegnum Al menningaskarð niður dalbotn276 snjói þakinn og mýrar að Horni. Var þá orðið dimmt kl. 10 og illviðrið sama. Fólk var háttað. Við fengum að vera í skemmu um nóttina. Okkur er bæði kalt og við ver til reika en við höfum verið á nokkru ferðadrasli áður. Þegar rigningatíð er hrapar svo mikið úr bjarginu að fuglinn drepst hrönn um. Fæst þá oft eins mikið af rotuðum fugli eins og hinsveginn lifandi í snörur. Drangar við bjargið hjá Látravík heita Brýni og Fjalir utar. Víkur þessar heyra allar undir Grunnavík.277 Prestur kemur í húsvitjun oftast einu sinni á ári og fer allt gangandi, eins í Aðalvíkursókn því þar eru engvir hestavegir til að Höfn og Horni. 27. ágúst. Sami kuldinn, þoka, bleytuslettingur, snjór til fjalla. Stígur278 segist í þau 30 ár sem hann hefir verið hér ei muna 273 Býli þetta nefndist Tóftir. Þar bjó síðast og líklega sá eini á 19. öld Elías Einarsson. Hann fór þaðan 1883 og bjó síðan á Horni. Sagt er að Elías hafi búið á Tóftunum í fimm ár og vegn að vel. 274 Hér á Þorvaldur við Dögundarfell sem svo er nefnt af heimamönnum en oft sést á prenti Dögunarfell. 275 Fjalirnar og Forvaðann undir innsta hluta Hornbjargs. 276 Innstadal. 277 Sókna- og hreppamörk eru um Almenningaskarð. 278 Stígur gamli Stígsson, bóndi á Horni 1856–1899 (Kristinn Kristmundsson og Þór- leifur Bjarnason (1971), bls. 26).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.