Strandapósturinn - 01.06.2012, Blaðsíða 113
113
kunningja, frú Stephensen,336 séra Lárus,337 séra Arnljót,338 Einar
Thorlacius339 og fleiri, frú Hjaltalín340 var líka með. Eg kom út í
skip um kvöldið. Það fór kl. 4 um nóttina.
3. september. Um kyrrt. Rigning um morgun og hvassviðri,
seinna þurrara með ofsabyljum svo brakar í hverju tré. Svo er
hér oftast í suðvestanveðrum, þá stundum svo til fjalla að manni
er ekki stætt.
4. september. Fór kl. 12½ frá Reykjarfirði yfir Trékyllisheiði.
Ríður maður frá kaupstaðnum smá-hallandi hálsa til suðvesturs341
upp undir Háafell. Er það fell þverhnípt og eins og saumhögg
að ofan, möndull þess snýr frá norðri [til] suð urs. Ríður maður
suðvestur með því og hækkar þá mest er riðið er yfir töglin
sem ganga vestur af Háafelli.342 Sér þá að norðanverðu niður í
daldrögin niður undir botn Reykjarfjarðar343 en hinum megin
niður í Goðdal. Er þar allt þakið sköflum hér ofan til við
dalina þó mikið hafi leyst síðan fyrr er Ögmundur fór þar.
Þá var Goðdalsá riðin á skafli,344 nú ei. Rigning á heiðinni og
þokufýla svo lítið sást. Heiðin er lægri sunnan við Goðdal, alltaf
öldumynduð holt eins og al gengt er á heiðum. Sunnan til við
veginn allstórt vatn345 og ýmsar smátjarnir. Komum að Bólstað kl.
5. Héldum svo áfram yfir Selá. Var hún töluvert mikil, á miðjar
síður. Komum kl. 8 að Kálfanesi og vorum þar um nóttina.
5. september. Kl. 10 á stað frá Kálfanesi út með Steingrímsfirði.
Alls staðar melbörð með sjónum út eftir milli fellanna með
336 Anna Sigríður Pálsdóttir, kona Stefáns Stephensens, umboðsmanns á Akureyri.
337 Lárus Halldórsson, fríkirkjuprestur á Reyðarfirði.
338 Arnljótur Ólafsson, prestur á Bægisá.
339 Líklega er þetta Einar Hallgrímsson Thorlacius frekar en Einar Jónsson Thorla-
cius. Hinn fyrrnefndi var verslunarmaður á Akureyri um það leyti sem Þorvald-
ur er kennari á Möðruvöll um. Hinn síðarnefndi var um þetta leyti sýslumaður í
Múlasýslum.
340 Guðrún Hjaltalín, kona Jóns Hjaltalíns, skólastjóra á Möðruvöllum.
341 Þeir ríða upp eftir Langahjalla sem fyrrum var einnig nefndur Gleiðarhjalli.
342 Háafellshæðir.
343 Drögin niður að Kjós nefnast Kjósarlægðir.
344 Þeir fara yfir Goðdalsá þar sem heitir Árnar.
345 Mun hér Þorvaldur eiga við Krókavötn vestur af brúnum Sunndals.