Hugur - 01.01.2019, Side 7

Hugur - 01.01.2019, Side 7
 Inngangur ritstjóra 7 síst vegna þess að í henni hafnar Stefán viðteknum venjum um aðferðafræði og form heimspekilegra rita, enda blandast þar saman textar af ýmsu tagi sem seint myndu birtast á þessu formi í fræðilegu tímariti, svo sem ljóð, sögur, leikrit og heimspekilegar vangaveltur. Í inngangi mínum að síðasta hefti Hugar (2018) vakti ég máls á því hversu mik- ið hallaði á konur meðal höfunda efnis. Kynjahlutfallið er skárra að þessu sinni, sérstaklega hvað varðar frumsamdar ritrýndar greinar. En í heildina er hlutfallið meðal þeirra einstaklinga sem skrifa og fjallað er um í Hug 2019 þó langt frá því að vera ásættanlegt. Ljóst er að grípa þarf til annarra og róttækari aðgerða en ég hef gert í þau tvö ár sem ég hef verið ritstjóri. Vandinn sem ritstjóri Hugar stendur frammi fyrir er að hann ræður því ekki hvaða efni – frumsamdar greinar, þýðingar eða bókadómar – berst eða skilar sér hverju sinni. Ritstjóri getur þó gert ýmislegt annað, eins og að hvetja kvenkyns höfunda sérstaklega til að senda efni í Hug og mælst til þess að tilvonandi þýðendur þýði verk eftir konur. Ég hef reynt að gera þetta tvennt en verð að horfast í augu við að það hefur ekki haft nægilega mikil áhrif. Hér þarf því væntanlega að leita nýrra leiða. Þetta hefti Hugar er það síðasta sem ég ritstýri, að minnsta kosti að sinni. Þegar ég tók að mér að ritstýra tímaritinu óraði mig ekki fyrir því að það yrði jafn krefjandi og raun hefur borið vitni. Það er ekki auðvelt að halda úti fræðatímariti sem er tileinkað heimspeki í jafn litlu málsamfélagi og til staðar er á Íslandi og ritstjórn Hugar felst því að miklu leyti í að kalla eftir efni frá væntanlegum höf- undum – sem sumir hverjir skila seint eða alls ekki. Um leið þarf ritstjóri að tryggja gæði efnisins sem birtist í Hug, meðal annars með ströngu fræðilegu rit- rýniferli sem byggist á jafningjamati. Þetta er oft vandasamt verk, en ég hef þó verið lánsamur að því leyti að langflestir ritrýnar sem ég hef leitað til hafa skilað af sér mjög góðu verki á stuttum tíma. Ég vil því þakka ritrýnum Hugar fyrir öflugt og gott starf á þeim tveimur árum sem ég hef verið ritstjóri. Ég vil einnig þakka Guðbjörgu R. Jóhannesdóttur, Gústav Adolf Bergmanni Sigurbjörnssyni og Elsu Björg Magnúsdóttur fyrir mjög gott samstarf á þessum tveimur árum. Sem fráfarandi ritstjóri Hugar ætla ég að leyfa mér að leggja til að skoðað verði að gera tvær breytingar á útgáfu tímaritsins. Í fyrra lagi legg ég til að Hugur verði framvegis aðgengilegur á rafrænu formi strax frá útgáfudegi hvers heftis. Rétt væri að koma á fót sérstakri heimasíðu þar sem tímaritið væri aðgengilegt í heild sinni og hægt væri að lesa einstakar greinar. Á þessa heimasíðu mætti líka setja annars konar – „léttara“ – efni, sem mætti tengja samfélagsmiðlum og nota heimasíðuna þannig til að ná til víðari lesendahóps. Áfram mætti gefa Hug út á pappír fyrir þá sem vilja en nú til dags eru rannsóknir og kennslugögn að svo miklu leyti á rafrænu formi að núverandi útgáfuform hentar að mínu mati ekki lengur fyrir tímarit af þessu tagi. Í seinna lagi legg ég til að Hugur opni fyrir að birta greinar á ensku í stað þess að birta einungis greinar á íslensku með enskum útdrætti. Með því er ég ekki endilega að segja að Hugur eigi að leitast við að verða að alþjóðlegu tímariti sem sækist eftir efni frá öllum heimshornum og hefur alþjóðlega skírskotun. Hugsun- in er fremur sú að allir sem starfa eða stunda nám við íslenskar stofnanir eigi að Hugur 2019-Overrides.indd 7 21-Oct-19 10:47:01
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.