Hugur - 01.01.2019, Side 18

Hugur - 01.01.2019, Side 18
18 Kristian Guttesen ræðir við Kristján Kristjánsson til höfuðs jákvæðri sálfræði. En ég er orðinn miklu friðsælli og mildari með ár- unum, meiri mannasættir. Það er kannski bara vegna hægari hormónastarfsemi, ekki endilega vegna þess að ég sé þrungnari af reynslu og speki! Jákvæðu sál- fræðingarnir sækja mjög í smiðju Aristótelesar og þeir eru afskaplega vel mein- andi fólk. Sumir eru jafnvel upplýstir hálfguðir, eins og Mihaly Csikszentmihalyi, sem minnir mig alltaf á Björn í Brekkukoti (a.m.k. eins og Þorsteinn Ö. lék hann í sjónvarpinu í gamla daga), þó að stefnan eigi að vísu líka sinn Pétur þríhross (Martin Seligman). Vandi jákvæðu sálfræðinnar er sá að eftir að Chris Peterson lést fyrir aldur fram er enginn fræðimaður í fremstu röð stefnunnar sem ber mikið skynbragð á heimspeki. Þess vegna er styrkleika- og dygðakenning jákvæðu sálfræðinnar mjög vanþroskuð og brothætt, þó að hún eigi margt sameiginlegt með aristótelískum dygðafræðum. Svo að ég nefni bara fátt eitt þá (a) rugla jákvæðu sálfræðingarnir einatt saman gildum og forskriftum, (b) neita að gera ráð fyrir neinni vitsmuna- legri yfirdygð, svo sem siðvitinu (phronesis) hjá Aristótelesi sem sker úr dygða- árekstrum, heldur líta svo á að dygðakeðjan sé jafnsterk og sterkustu hlekkirnir, (c) hafa yfirleitt meiri áhuga á framkvæmdadygðum svo sem seiglu og þrautseigju en siðferðisdygðum og (d) skilja ekki hvað átt er við með eigingildi siðferðisdygða burtséð frá notagildi þeirra. Það góða við jákvæðu sálfræðingana er hins vegar að þeir taka gagnrýni yfirleitt vel og eru sífellt að bjóða mér á ráðstefnur til að „bæta stefnuna innan frá“, eins og þeir orða það. Ég veit ekki hversu mikið tillit þeir taka til þess sem ég hef að segja á endanum, en þeir hlusta a.m.k. á mig og vitna í skrif mín. Ég hafði of mikið óþol gagnvart rugli þegar ég var yngri og var í sífelldum krossferðum gegn því. En sumar þeirra voru don-kíkótískar. Mér fellur núorðið betur við hlutverk Sansjós Pansa. Það er oft hægt að stýra oflátum og lukkuridd- urum í betri farvegi með lempni og tiltali. Jákvæðu sálfræðingarnir eru ráðþægir og ásetningur þeirra er góður. Þess vegna er skynsamlegra að reyna að vinna með þeim en að segja þeim stríð á hendur. Við sem lesið höfum skrif þín tökum einmitt eftir því að þú vitnar iðulega í bók- menntatexta máli þínu til stuðnings hverju sinni. Hversu mikilvægar eru bókmenntir í þínu lífi og með hvaða hætti gagnast þær þegar þú vísar til þeirra? Ég hef nefnt nokkur dæmi um glópalán á lífsgöngu minni. Enn eitt lífslán mitt var að alast upp á heimili þar sem bókmenntir voru taldar jafnnauðsynlegar góðu lífi og kartöflur. Pabbi, Kristján frá Djúpalæk, var skáld og ritstjóri og þegar ég var á barnsaldri, sérstaklega fyrir 1970, nefnilega fyrir tíma sjónvarpsins fyrir norðan, var húsið okkar fullt frá morgni til kvölds af gestum: listamönnum (s.s. Akur- eyrarskáldunum þekktu, en einnig Sunnlendingum á ferð og flugi, t.d. jafnólíkum rithöfundum og Indriða G. og Jóni Óskari eða píanósnillingnum Jónasi Ingi- mundarsyni), stjórnmálamönnum (s.s. Birni Jónssyni, ráðherra) og guðspeking- um og lífskúnstnerum af ýmsu tagi (s.s. Ólafi Tryggvasyni og Einari Pálssyni). Foreldrar mínir læstu aldrei útidyrunum og fólk gekk bara inn og út eins og á brautarstöð. Mamma stóð svo í eldhúsinu, hitaði kaffi og bakaði pönnukökur Hugur 2019-Overrides.indd 18 21-Oct-19 10:47:02
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.