Hugur - 01.01.2019, Side 24

Hugur - 01.01.2019, Side 24
24 Jonathan Barnes ritskýring. Ég held að þetta sé satt. Eigi að síður sýna rök Williams ekki að hug- myndasaga og heimspekisaga séu ósamrýmanlegar greinar. Og þær eru það ekki. Næst kemur annar áfangi. Williams játar að hinar tvær hliðar heimspekisögu „eigi ekki alltaf greiða eða auðvelda samleið“ (bls. 258). Og til að færa sönnur á mál sitt bendir hann á „rökgreiningarheimspekisögu“. Með því virðist hann eiga við „heimspekisögu ástundaða af rökgreiningarheimspekingum“; og rökgrein- ingarheimspekingarnir sem um ræðir virðast vera þessir gömlu djöflar frá Oxford: R**e og A****n og sauðsvartir fylgjendur þeirra.6 (Einhverja lesendur rennir ef til vill grun í að Williams sé að ráðast á Strámann.) Alla vega, í öfgafullri mynd gæti þessi ástundun tekið á sig mynd sigri hrósandi tímaskekkju, líkt og þegar gjarnan var sagt, á hátindi sjálfsöryggis rök- greiningarinnar, að við ættum að nálgast verk Platons eins og þau hefðu birst í tölublaði síðasta mánaðar af Mind. (bls. 258)7 Þegar hann hafði skráð allnokkrar „ákærur á hendur rökgreiningarheimspekisögu“ ályktaði Williams að „þessi iðja eigi ekkert tilkall til þess að kallast sagnfræði af neinu tagi“ (bls. 258). Ákærurnar eru jafn kjánalegar og þær eru kunnuglegar; en er dómurinn ef til vill réttmætur? Þegar ég var ungur piltur sagði fyrsti kennari minn í heimspeki – Dick Hare – mér einmitt að lesa Platon eins og hann væri nýútkominn hjá Clarendon Press. Ég átti að vera að læra heimspeki. Hugmynd Hares – sennilega ekkert mjög sérviskuleg – var sú að ég gæti grætt á því að lesa það sem einhverjir heimspekingar hefðu skrifað. Á leslistanum mínum – viðfangsefnið var tengsl skoðunar og þekkingar – var Menon og eitthvað eftir A.J. Ayer og sitthvað annað eftir minni stjörnur. Ég átti ekki að hafa of miklar áhyggjur af skoðunum Freddies Ayer: ég var að stunda heimspeki en ekki sögu samtímaheimspeki. Og sömuleið- is mutatis mutandis fyrir Platon.8 Ritgerðin sem ég samdi var ekki (ungæðisleg) heimspekisaga, heldur var hún (mjög ungæðisleg) heimspeki. Þessu var líkt farið hjá þeim fullorðnu. Williams segir að Strawson hafi sagt að Grice hafi sagt að „allir Oxford-heimspekingar myndu sammælast um … að við ættum að fara með merka en dauða heimspekinga eins og við förum með mikla lifandi heimspekinga, líkt og þeir hefðu eitthvað að segja við okkur“ (bls. 344). Þannig fór Strawson sjálfur með Leibniz í bók sinni Individuals. Maður gæti fallist á það með Williams að slík iðja eigi ekkert tilkall til þess að kallast sagnfræði. Það skiptir varla máli – og að því er mig rekur minni til kölluðu 6 [Hér er vísað til bresku heimspekinganna Gilberts Ryle (1900–1976) og Johns L. Austin (1911–1960) sem eru meðal frægustu málsvara mannamálsheimspekinnar (e. ordinary language philosophy) en báðir fengust einnig talsvert við fornaldarheimspeki. Strámaður er orðaleikur og vísar í senn til ákveðinnar gerðar af rökvillu, sem einnig er nefnd átyllurök – en þau ganga út á að andmæla einhverju sem ekki var haldið fram – og til enska heimspekingsins Peters F. Strawson (1919–2006) sem nefndur er í framhaldinu. (Þýð.)] 7 Annars staðar eru þessi ráð kölluð „ítrekuð fyrirmæli Ryles“ (bls. 344). 8 [Hér er vísað til bresku heimspekinganna Richards M. Hare (1919–2010) og Alfreds J. Ayer (1910–1989) en báðir gegndu stöðum í heimspeki við Oxford-háskóla. Latneska orðasambandið mutatis mutandis þýðir „að breyttu breytanda“. (Þýð.)] Hugur 2019-Overrides.indd 24 21-Oct-19 10:47:02
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.