Hugur - 01.01.2019, Síða 46
46 Klas Grinell
skynsemi á menningarsvæði múslíma. Oft hefur verið fjallað um þennan íslamska
kapítula sem eins konar hvíldartíma þegar vestræn skynsemi lá óhreyfð til varð-
veislu áður en hún sneri aftur heim til sín og endurheimti lífsþrótt sinn og dug.
Í þessari grein verður skoðað hvernig fjallað hefur verið og er nú á dögum fjallað
um íslamska heimspeki innan vestrænnar hugmyndasögu. Hvaða mælikvörðum
er fylgt í heimspekilegum og hugmyndasögulegum yfirlitsritum? Er umfjöllunar-
efni þeirra valið eftir yfirlýstum mælikvörðum eða skipta þar einhverjar duldar
forsendur máli? Þessar spurningar kalla á aðrar og veigameiri á borð við: Hvaða
stöðu hefur íslömsk heimspeki innan vestrænnar hugmyndasögu? Ætti að rita
söguna fram á við eða aftur á bak? Hvernig hafa þau sjónarhorn sem urðu fyrir
valinu mótað stöðu íslamskrar heimspeki í sögunni? Allar þessar spurningar
mætast í eftirfarandi spurningu: Af hverju er ekkert fjallað um 12. aldar heim-
spekinginn Suhrawardi í yfirlitsritum um hugmyndasögu?
Suhrawardi og heimspeki hans
Íranski heimspekingurinn Hamidreza Ayatollahy (f. 1959) heldur því fram að þeir
múslímsku heimspekingar sem fjallað sé um í vestrænum heimspekisöguritum
hafi starfað innan hefðar fornaldarheimspeki. Aftur á móti hafi Suhrawardi orðið
fyrstur til þess að ná að fella þá hefð algerlega að meginspurningum íslamstrúar.
Hann sé upphafsmaður mikilvægustu hefðarinnar innan íslamskrar heimspeki,
en hún hafi náð hátindi sínum á 17. öld með heimspekingnum Sadr al-Din al-
Shirazi, sem er einnig þekktur sem Mulla Sadra (1572–1640).3
Heimspeki Suhrawardis markar þannig upphafið að vel útfærðri trúarlegri og
dulspekilegri heimspekihefð innan íslams. Í henni gegni opinberanir, persónu-
legur innblástur og dulræn reynsla mjög veigamiklu heimspekilegu hlutverki,
sem veldur því að hún sprengir ramma þeirrar skynsemishyggju sem aristótelísk
heimspeki hafði haldið sig innan. Áhrif Suhrawardis urðu feikileg. Endurmótun
hans á heimspekinni á platonskari grunni átti ekki aðeins eftir að verða ráðandi
innan íslamskrar heimspeki síðar meir heldur einnig setja svip sinn á gyðinglega
dulspeki.4
Ein mikilvægasta hugmyndin í heimspekikerfi Suhrawardis er sú að öðlast
megi „þekkingu með nærveru“ (al-ilm al-huduri). Að vita eitthvað er að hafa
reynslu af því; öll þekking krefst einhvers konar beinna tengsla milli þess sem veit
og hins þekkta. Að dómi Suhrawardis getum við ekki greint heiminn með rökleg-
um hætti fyrr en eftir að við höfum öðlast innsæisreynslu af umhverfi okkar. Þar
af leiðir að andstætt því sem boðað er innan hinnar ráðandi aristótelísku hefðar
dugir tæmandi skilgreining á hlut ekki til þess að við öðlumst þekkingu á honum.
3 Hamidreza Ayatollahy, „The Iranian philosophical trend in its present and past culture“,
Divinatio, 24 (2006).
4 Hossein Ziai, Knowledge and Illumination: A study of Suhrawardi’s Hikmat al-Ishraq, Brown Judaic
Studies (Atlanta: Scholars Press, 1990), 1 o.áfr. Meðal harðra gagnrýnenda þeirrar hefðar sem
Suhrawardi er fulltrúi fyrir má nefna marokkóska samtímaheimspekinginn Abed al-Jabri. Þó
bendir hann á hversu miklu máli Suhrawardi hafi skipt. Mohammed Abed al-Jabri, Arab-Islamic
philosophy: A contemporary critique (University of Texas Press: Austin, 1999 [1994]), 58.
Hugur 2019-Overrides.indd 46 21-Oct-19 10:47:03