Hugur - 01.01.2019, Page 49

Hugur - 01.01.2019, Page 49
 Íslömsk heimspeki og vestræn hugmyndasaga 49 til þess að miðla – með þeim hugtökum sem þeim stóðu til boða fram að því – þeirri innsæisþekkingu sem þeir verða að hafa á hlutnum áður en hægt er að skilgreina hann, flokka og sundurliða. Til þess að geta öðlast sanna þekkingu verður að kynnast heiminum með opn- um huga. Fyrst þarf maður að hreinsa skilningarvit sín með því að snúa baki við heiminum í fjörutíu daga, neyta einskis kjöts og gera sig móttækilegan fyrir innblæstri og opinberun með hvers kyns móti. Með slíkum æfingum er ætlunin að heimspekingurinn verði meðvitaður um eigin tilveru og treysti því þar með að innsæi hans miðli honum sannleikanum. Tryggingin fyrir þeim sannleika er sú að innsæisgáfan byggist á því að við séum öll lítill hluti af ljósi Guðs (al-bariq al-ilahi). Hér er um að ræða vel þekktar dulspekilegar æfingar en engar sem koma í einu og öllu heim og saman við siði þekktra súfistareglna (tarikat), ekkert bendir heldur til þess að Suhrawardi hafi verið meðlimur neinnar þeirra.14 Þegar heimspekingur hefur öðlast innsæisþekkingu á hlut má sannreyna gildi reynslunnar með mismunandi mælikvörðum aristótelískrar hefðar á gildar rök- sannanir (burhan). Burtséð frá því hvers konar reynslu megi með þessum hætti sýna fram á að sé sönn, þá er niðurstaðan sú að hún er metin gild með heim- spekilegum hætti. Í kjölfarið má nýta reynsluna til að byggja upp sönn vísindi um heiminn. En í þessu felst að enginn reginmunur er á dulrænni og skynrænni reynslu. Sérhver heimspekileg sönnun hvílir á fyrri reynslu og allt það sem hægt er að sanna er einnig heimspekilega gilt. En reynslu sem stenst ekki heimspeki- lega greiningu verður vitaskuld að hafna sem ósannri. Svið mögulegrar þekk- ingar ræðst af því hvers konar reynslu maður opnar sig fyrir. Til þess að skilja grunnvíddir veruleikans verður eitthvað annað að koma til en skilningarvitin. Suhrawardi leggur áherslu á að skynsemin sé fær um að rannsaka jafnvel dýpstu leyndardóma trúarinnar.15 Að dómi Suhrawardis hafa aristótelesarsinnar verið alltof uppteknir af rökfræði. Rökfræðin vekur sem slík ekki áhuga hans. Suhrawardi leggur áherslu á muninn á þeirri þekkingu sem býr í mönnum og þeirri sem þeir öðlast. Þeirrar síðarnefndu afla þeir með hugsun (fikr) og er rökfræðin eitt af þeim tækjum sem henta til þess. Ásköpuð þekking, sem innsæið, persónuleg opinberun og innblástur afhjúpar, kemur á undan sönnunum sem eru í samræmi við formlegar aðferðir.16 Það sem einkennir sérstaklega uppljómunarheimspekina er að samkvæmt henni er rökfræðin undirskipuð getu sálarinnar til þess að verða fyrir guðlegum innblæstri. Fyrst kemur innsæisþekking, síðan má með aðstoð rökfræðinnar setja fram örugg vísindi. Rökfræðin býður upp á safn formlegra ályktunarreglna sem 14 Suhrawardi, Hikmat al-Ishraq, 1 o.áfr. Einnig Ziai, Knowledge and Illumination, 34 o.áfr. 15 Majid Fahkry, A history of Islamic philosophy (New York: Columbia University Press, 2004), 303 o.áfr. Ziai, Knowledge and Illumination, 34 o.áfr. Lýsa mætti röksemdafærslu Suhrawardis sem reynslubundinni en reynslan nær ekki aðeins til áþreifanlegra hluta. Þó felst ekki í því að allir draumar eða reynsla af hvaða toga sem er teljist jafngild. 16 Ziai, Knowledge and Illumination, 42 o.áfr. Rökfræðin er líka grunnþáttur í heimspeki Suhrawar- dis en hann nálgast hana út frá gagnsemi hennar. Hann skiptir rökfræðinni í framsetningu og sannanir, og víkur þannig með nýstárlegum hætti frá hefðinni sem Ibn Sina hafði mótað með safnriti sínu Organon. Hugur 2019-Overrides.indd 49 21-Oct-19 10:47:04
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.