Hugur - 01.01.2019, Page 53
Íslömsk heimspeki og vestræn hugmyndasaga 53
um er átt við með hugmyndasögu í Svíþjóð mun ég birta nokkrar skilgreiningar
frá ólíkum fræðasetrum á því sem gengur ýmist undir nafninu hugmyndasaga eða
hugmynda- og lærdómssaga.
Hugmynda- og lærdómssögustofnunin við Uppsalaháskóla kynnir viðfangsefni
sitt þannig að það varði „sögu hugmynda, vísinda og heimsmynda“ sem og eftir-
farandi spurningar: „Hvaða skilning hefur maðurinn lagt í sjálfan sig og umhverfi
sitt? Hvað er réttlæti? Hvernig á að lifa góðu lífi? Hver er grunnur þekkingar-
innar?“28 Við Háskólann í Umeå segir: „Hugmyndasaga er saga þeirra vanga-
veltna og hugmynda sem fólk hefur gert sér um náttúruna, samfélagið og hið
yfirskilvitlega.“29 Í Gautaborg er okkur sagt að hugmynda- og vísindasaga beinist
að því „hvaða augum menn hafa á ólíkum tímum, allt frá fornöld, séð sjálfa sig
og hvernig þeir hafa sett fram hugmyndir um heiminn og mannveruna, náttúru
og menningu, samfélag og stjórnmál, þekkingu og fagurfræði, vísindi og tækni
o.s.frv.“30
Hvað Háskólann í Lundi varðar, þá segir þar um grunnnámskeiðið í faginu:
„Hugmynda- og lærdómssaga snýst um sögu hugmynda og vísinda frá fornöld
til samtímans. Reynt er að ná utan um heimsmyndir ólíkra tímaskeiða og þjóð-
félagshópa, og hvað er einkennandi fyrir viðkomandi skeið og menningu. Þú munt
kljást við spurningar sem varða skilning okkar á Guði, Náttúrunni, Manninum,
Samfélaginu og Sögunni.“31 Loks er við Stokkhólmsháskóla nánar tilgreint að
viðfangsefnið taki til „náttúruheimspeki Forn-Grikkja, spanni útbreiðslu kristn-
innar, kynni menntaheim miðalda og kanni bæði endurreisnina og landvinninga
vísindabyltingarinnar til að skoða hvernig hugmyndir okkar um manninn og
heiminn þróast. Og ævintýrinu lýkur ekki fyrr en löngu eftir sigurför iðnvæð-
ingarinnar og tilkomu póstmódernismans.“32
Þeir sem beint eða óbeint afmarka viðfangsefnið við ákveðinn heimshluta virð-
ast halda því fram að það hverfist um þróun vestrænnar menningar. En hvað
eru þá Vesturlönd? Eins og ljóst er af skilgreiningunum hér á undan eru menn
sammála um að vestræn menning hefjist með Forn-Grikkjum. Því er að sjá sem
samhljómur ríki um að grunnnámskeið í hugmyndasögu eigi að lýsa leiðinni frá
Forn-Grikkjum til okkar (póst)módernísku sænsku samtíðar. Veigamikill hluti
þessarar hugmyndasögu er saga heimspekilegrar hugsunar, eins og verður ekki
síst ljóst af námsefninu við þessi ólíku fræðasetur.
28 [Uppsala universitet: Institutionen för idé- och lärdomshistoria] Sótt 6. febrúar 2008 af http://
www.idehist.uu.se/
29 [Umeå universitet: Idéhistoria] Sótt 6. febrúar 2008 af http://www.umu.se/histstud/presentation/
idehistoria.html
30 Kurser grundnivå, Göteborgs universitet, 2008, 57. Sótt 6. febrúar 2008 af http://www.utbildning.
gu.se/utbildning/varautbildningar/utbildningskatalog/
31 [Lunds universitet: Idé- och lärdomshistoria] Sótt 6. febrúar 2008 af http://www.kult.lu.se/
utbildningar/ide--och-laerdomshistoria/grundkurs-30-hp
32 [Stockholms universitet: Idéhistoria] Sótt 6. febrúar 2008 af http://www.idehist.su.se/
omidehistoria.html
Hugur 2019-Overrides.indd 53 21-Oct-19 10:47:04