Hugur - 01.01.2019, Side 66

Hugur - 01.01.2019, Side 66
66 Klas Grinell að um íslamska heimspeki, taóisma og zen-búddisma. Nasr telur einnig að fram sé að koma 6) hópur rannsakenda sem fjalla um íslamska heimspeki sem lifandi hefð er hafi ekki aðeins sögulegt gildi heldur geti átt þátt í að svara mikilvægum tilvistarspurningum í samtímanum. Hér einnig má staðsetja Corbin, Izutsu sem og Nasr, ásamt rannsakendum á borð við Medhi Mohaghegh (f. 1930) og Naquib al-Attas (f. 1931).78 Megnið af alþjóðlegum rannsóknum á Suhrawardi má, að áliti Nasrs, finna undir fimmta og sjötta flokknum. Mikið af því sem birt er um Suhrawardi á alþjóðlegum vettvangi er vitaskuld eftir sagnfræðinga á sviði íslamskrar heim- spekisögu, þar hefur hann alltaf átt sinn stað. Innan Suhrawardi-rannsókna má einnig koma auga á aðrar stefnur en þær sem Nasr bendir á, umfram allt í tengslum við túlkunardeilu þar sem Nasr er sjálfur eindreginn talsmaður ákveðinnar afstöðu. Í skýrustu útgáfu sinni snýst deilan um tvær tengdar spurningar: að hve miklu leyti Suhrawardi sé heimspekingur samkvæmt forngrísku hefðinni eða persneskur dulspekingur, og þá jafnframt að hve miklu leyti hann er heimspekingur eða dulspekingur. Þetta gæti virst vera sama spurningin með misnákvæmu orðalagi. En til að mynda heldur Nasr því fram að Suhrawardi hafi verið heimspekilegur dulspekingur frá Persíu. Á hinn bóginn lýsir Henry Corbin honum með eindregnari hætti sem guðspekingi og austrænum vísdómsmanni. Það sem máli skiptir í heimspeki Suhrawardis eru að mati Corbins íranskir og heimullegir þættir. Allt starf Corbins mótaðist af róm- antískri hugmynd um austræna visku og jafnvel þótt hann hafi verið mikilvægur fræðimaður, sem gaf út fjölda handrita og samdi fjölmörg inngangsrit, verður vart hjá því komist að skoða hann sem dæmigerðan fulltrúa rómantískra sjónar- miða og viðhorfa sem eru dæmigerð fyrir Austurlandafræði. Í útgáfum sínum og þýðingum á Suhrawardi sleppti hann kerfisbundið þeim hlutum sem snúast um rökfræði og eðlisfræði til að draga ljósafrumspeki hans betur fram. Af þeim sökum er sú mynd sem hann dregur upp af Suhrawardi nær því að vera af dul- spekingi en heimspekingi, ólíkt því sem upphafleg rit hans gefa í heild til kynna. Útgáfa Corbins af Suhrawardi var í hávegum höfð við ýmsar stofnanir í Íran og Corbin hefur eignast ýmsa virta fylgjendur þar í landi, m.a. Mehdi Aminrazavi (f. 1957).79 Þeir tóna niður áhrif forngrískra mennta á heimspeki hans og líta þess í stað á hann sem fulltrúa ævafornrar persneskrar philosophia perennis (tímalaus heimspeki). Nasr á margt mjög skylt með þessari stefnu en leggur þó áherslu á að Suhrawardi sé um leið þýðingarmikill heimspekingur. Í seinni tíð hefur komið fram vel ígrunduð gagnrýni á Corbin og Nasr, m.a. frá Hossein Ziai (1944–2011) og Oliver Leaman (f. 1950), en John Walbridge (f. 1950) hefur leitast við með hvað kerfisbundnustum hætti að sýna hvernig Suhrawardi byggir á fornum heimildum og ekki síst arabískum safnritum sem byggjast á þeim. Með rannsóknum hans verður ljóst hversu umfangsmiklar og mikilvægar fornheimildir voru fyrir heim- spekihefðina á arabíska málsvæðinu.80 78 Seyyed Hossein Nasr, Islamic philosophy, 15 o.áfr. Ég hef víxlað röðinni á þriðja og fjórða flokknum hjá Nasr. 79 Mehdi Amin Razavi, Suhrawardi and the School of Illumination (Richmond: Curzon Press, 1997). 80 Suhrawardi, Hikmat al-Ishraq, inngangur þýðanda; John Walbridge, The Science of Mystic Lights: Hugur 2019-Overrides.indd 66 21-Oct-19 10:47:05
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.