Hugur - 01.01.2019, Side 97

Hugur - 01.01.2019, Side 97
 Að læra að vera frjáls 97 af Englendingnum R.S. Peters sem átti manna mestan þátt í því að hefja heim- spekilega umfjöllun um uppeldi og menntun til vegs og virðingar á seinni hluta síðustu aldar.21 Ráðgátan er hvernig það má vera að menn öðlist sjálfstjórn með því að aðrir stjórni þeim. Hún er, eins og Graham Haydon22 hefur gert grein fyrir, ekki eiginleg mótsögn þó Peters hafi kallað hana „paradox“, kannski vegna þess að hún virðist mótsagnakennd í augum þeirra sem halda að sjálfstjórn sé ekkert annað en að geta gert það sem maður sjálfur vill.23 Skynsamleg sjálfstjórn – 2. útgáfa Ritgerðarinnar Í kaflanum um sjálfstjórn í annarri útgáfu Ritgerðarinnar greinir Locke milli frelsis af því tagi sem maður hefur þegar gerðir hans ráðast af hans eigin vilja og annarri fullkomnun (e. a second perfection) sem felst í því að viljinn stjórnist af skynsamlegri hugsun. Í grein númer átta, sem er framarlega í kaflanum, skilgrein- ir hann frelsi og segir að maður sé frjáls „að svo miklu leyti sem hann hefur mátt til að hugsa eða hugsa ekki og hreyfa sig eða hreyfa sig ekki, eftir því hvað hans eigin hugur tekur fram yfir annað“. Seinna í sömu grein bætir Locke við „að hug- myndin um frelsi sé hugmynd um mátt sem gerandi hefur til að framkvæma, eða láta hjá líða að framkvæma, eftir því hvað hugur hans sjálfs hugsar eða ákveður“.24 Í næstu greinum á eftir endurtekur Locke þessa skilgreiningu, skýrir hana og rökstyður. Þeirri umfjöllun lýkur, í 21. grein, á niðurstöðu sem er á þá leið að ekki sé hægt að hugsa sér meira frelsi en það að geta gert það sem maður sjálfur vill.25 Í næstu grein þar á eftir, númer 22, spyr Locke hvort frelsi í þessum skilningi dugi til þess að gera mann að sönnu frjálsan „ef hann hefur ekki sama frelsi til að vilja og hann hefur til að gera það sem hann vill“.26 Í framhaldi af þessari spurningu veltir Locke fyrir sér hugmyndinni um að maður hafi frjálsan vilja og geti ráðið yfir vilja sínum. Hann bendir á tvær ástæður til að vefengja að þessi hugmynd sé að öllu leyti skynsamleg. Í fyrsta lagi bendir hann á að bæði vilji og frelsi séu hæfileikar sem fólk hefur, svo þegar spurt er hvort viljinn hafi frelsi sé í raun verið að spyrja hvort einn hæfileiki hafi annan hæfileika, eins og hæfileikar manns væru sjálfstæðir gerendur. Í öðru lagi bendir Locke á að ef einstök viljaákvörðun er ekki frjáls nema maður ákveði fyrst af frjálsum vilja að taka einmitt þessa ákvörðun, þá feli hugmyndin um frjálsa ákvörðun í sér vítarunu – fyrir seinni ákvörðunina þarf hina þriðju þar sem maður ákveður að ákvarða vilja sinn með þessum hætti og svo framvegis í það óendanlega eða „in infinitum“ eins og Locke orðar það með einni af fremur fáum latínuslettum í Ritgerðinni.27 Af þessu ályktar hann að hugmyndin um frjálsan vilja sé mótsagnakennd, svo þótt 21 Peters 1974. 22 Haydon 2009. 23 Greiningu á skynsamlegri sjálfstjórn sem safni hæfileika af fleiri en einni gerð má finna í grein eftir mig sem birtist í Hug 2015. 24 Locke 1959: II:xxi:§8. 25 Locke 1959: II:xxi:§21. 26 Locke 1959: II:xxi:§21. 27 Locke 1959: II:xxi:§23. Hugur 2019-Overrides.indd 97 21-Oct-19 10:47:07
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.