Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 104

Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 104
104 Atli Harðarson leið og þau ná valdi á tungumálinu og skjátlist mér ekki, líkar þeim vel að komið sé fram við þau sem skynsemisverur, og það fyrr en haldið er. Rétt er að láta sér annt um slíkt stolt hjá þeim …53 Námskráin sem Locke mælti með átti einkum að stuðla að góðu siðferði. En hann leit svo á að siðferðilegt uppeldi þyrfti á því að halda að komið væri fram við börn sem skynsemisverur og stakk upp á að það yrði gert með því að kenna námsgreinar þar sem tækifæri gæfust til að rökræða við þau. Svo virðist raunar sem stór hluti af námskránni sem Locke lýsti ætti að þjóna tvenns konar tilgangi í senn: Annars vegar að venja börn á að fresta því að láta undan löngunum og ýta undir að slík frestun verði vani hjá þeim með því að kenna þeim að láta sér annt um heiður sinn; hins vegar að færa þeim þekkingu og þjálfa þau í skynsamlegri hugsun svo þau komist að réttum niðurstöðum um hvað er í raun til sóma og hvað til skammar. Eins og nefnt hefur verið minnir sumt af því sem Locke segir um forsendur siðferðis og sjálfstjórnar á siðfræði Aristótelesar sem fjallaði um nauðsyn þess að innræta ungu fólki góðar venjur í byrjun annarrar bókar í Siðfræði Níkomakkos- ar.54 Skrif Lockes um þetta efni eru líka undanfari hugmynda og kenninga innan menntaheimspeki sem fram hafa komið á seinni tímum, meðal annars hjá John Dewey. Dewey lagði, með svipuðum hætti og Locke, áherslu á menntun til sjálfstjórnar og sú áhersla birtist víða í skrifum hans55, til dæmis í Experience and Education frá 1938. Í íslenskri þýðingu Gunnars Ragnarssonar heitir sú bók Reynsla og menntun. Þótt Dewey nefni Locke ekki á nafn minnir það sem hann segir um menntun og sjálfstjórn í þeirri bók mjög á þær kenningar sem hér hafa verið reifaðar og Locke skýrði og rökstuddi í miklu meiri smáatriðum. Dewey segir til dæmis að sjálfstjórn sé nátengd því að staldra við til að hugsa og bætir við: Hið háleita markmið skólastarfs er að skapa hæfni til sjálfstjórnar. En það eitt að fjarlægja ytra taumhald er engin trygging fyrir því að það markmið náist … Það kann að vera tap frekar en ávinningur að losna undan stjórn annarrar manneskju til þess eins að komast að raun um að hegðun manns ræðst af dyntum og duttlungum augnabliksins, þ.e. hún er ofurseld hvötum og hneigðum sem dómgreind og skynsemi hafa ekki átt neinn þátt í að móta. Þegar hegðun einstaklingsins er stjórnað með þessum hætti lifir hann aðeins í ímynduðu frelsi. Í raun og veru er honum stjórnað af öflum sem hann hefur alls ekki á valdi sínu.56 Eins og nefnt var í inngangi þessarar greinar tengist umfjöllun Lockes um frelsi og sjálfstjórn líka skrifum R.S. Peters, helsta menntaheimspekings Breta á seinni hluta síðustu aldar, um það sem hann kallaði þverstæðu siðferðilegs uppeldis. 53 Locke 1989: §81. 54 Aristóteles 1995: 1103b–1104b. 55 Atli Harðarson 2016. 56 Dewey 2000: 74–75. Hugur 2019-Overrides.indd 104 21-Oct-19 10:47:07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.