Hugur - 01.01.2019, Qupperneq 107
Að læra að vera frjáls 107
um skorður. Í hið minnsta ættu þeir, sem eigi hafa rýnt til botns í eigin
skoðanir, að viðurkenna að þeir séu ófærir um að gefa öðrum forskrift;
og að það sé ósanngjarnt af þeim að skipa öðrum að hafa eitthvað það
fyrir satt, sem þeir sjálfir hafa eigi rannsakað og eigi heldur vegið öll rök
og líkindi sem máli skipta um það hvort skoðunin skuli samþykkt eða
henni hafnað. Þeir sem hafa með sanni og rétti rannsakað mál, og komist
að öldungis vafalausum niðurstöðum um þær kennisetningar sem þeir
játa og stjórnast af, þeir munu hafa réttmætari ástæður til að krefjast þess
að annað fólk fylgi sér að málum: En slíkir menn eru svo fáir, og þeir sjá
svo litla ástæðu til halda skoðunum sínum fram af ráðríki að frá þeim
er hvorki yfirgangs né ofríkis að vænta: ætla má að ef menn væru sjálfir
betur að sér, þá mundu þeir síður þvinga skoðunum sínum upp á aðra.68
Af þessum orðum má ráða að Locke hafi talið að þeir sem helst gætu haft vit fyrir
öðrum væru sjálfir of minnugir sinna mannlegu takmarkana til að reyna neitt slíkt
og þeir sem hefðu mestan áhuga á að ráðskast með annað fólk væru síst færir um
að veita skynsamlega leiðsögn. Úrdráttur er stílbragð sem kemur víða fyrir í ritum
Lockes. Þegar honum er mikið niðri fyrir fullyrðir hann gjarna minna en efni
standa til. Þegar hann segir hér að þeir sem hafa „komist að öldungis vafalausum
niðurstöðum“ séu „svo fáir“ á hann að öllum líkindum við að slíkir menn séu
hvergi til.
Heimildir
Aarsleff, H. 1994. Locke’s influence. The Cambridge Companion to Locke (bls. 252–289).
Ritstj. Chappell. Cambridge: Cambridge University Press.
Aristóteles. 1995. Siðfræði Níkomakkosar. Þýð. Svavar Hrafn Svavarsson. Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag.
Atli Harðarson. 2004. Frelsi sem dygð og frjálsmannleg samfélagsskipan: Samanburð-
ur á Spinoza og Locke. Hugur 16, 219–234.
Atli Harðarson. 2009. Í sátt við óvissuna. Reykjavík: Heimspekistofnun Háskóla Ís-
lands.
Atli Harðarson. 2011. Húmanisminn, upplýsingin og íslenska stúdentsprófið. Skírnir
185(1), 123–144.
Atli Harðarson. 2015. Skynsamleg sjálfstjórn. Hugur 27, 106–122.
Atli Harðarson. 2016. Lýðræði og menntun: Hugleiðing um aldargamla bók. Netla
– Veftímarit um uppeldi og menntun. Sótt af http://netla.hi.is/greinar/2016/ryn/01_
ryn_arsrit.pdf
Bantock, G.H. 1980a. Studies in the History of Educational Theory: Volume 1, Artifice &
Nature 1350–1765. London: George Allen & Unwin.
Bantock, G.H. 1980b. Dilemmas of the Curriculum. Oxford: Martin Robertson & Co.
Carrig, J. 2001. Liberal Impediments to Liberal Education: The Assent to Locke. The
Review of Politics 63(1), 41–76.
Chappell, V. (ritstj.) 1994. The Cambridge Companion to Locke. Cambridge: Cambridge
University Press.
68 Locke 1959: IV:xvi:§4.
Hugur 2019-Overrides.indd 107 21-Oct-19 10:47:07