Hugur - 01.01.2019, Síða 137
Hvað er þöggun? 137
meira er um vert er að það sem er meint getur verið mjög fjarri því sem er sagt,
ekki bara í þeim skilningi að merking orðanna sem sögð eru vanákvarði það sem
mælandinn meinar, heldur einnig í þeim skilningi að það sem mælandinn segir
(og meinar) er gjörsamlega fjarri því að geta ákvarðað aukmeiningu mælandans.
Aukmeining (e. implicature) er hvers slags inntak sem mælandinn gefur í skyn eða
ýjar að með því að segja eitthvað annað. Þetta er ólíkt vanákvörðun, að minnsta
kosti að því leyti að aukmeining mælandans er einhver staðhæfing q sem ákvarð-
ast af þeirri ætlun mælandans að segja p og gefa þar með í skyn q. Aukmeining
kemur sér afar vel, til dæmis fyrir fólk í stjórnmálum, þegar mælandi ætlar að
koma einhverjum upplýsingum til skila en vill þó, svo sennilegt megi þykja, geta
þvertekið fyrir að hafa gert það. Þetta er hægt vegna þess að mælandinn veit vel
að með því að segja p í ákveðnu samhengi mun viðmælandinn geta ályktað að q
sé líka eitthvað sem til stendur að koma áleiðis. Tökum eitt mjög einfalt dæmi
frá Grice sjálfum (1989: 32). Ef bíllinn minn stöðvast á miðri götu og ég sé þig
standa nærri og segi, sýnilega í leit að aðstoð: „Bíllinn er bensínlaus!“, þá gætir þú
svarað: „Það er bensínstöð handan við hornið.“ Að sjálfsögðu geri ég þá ráð fyrir,
nema þú sért augljóslega ekki hjálpfús týpa, að þú teljir að bensínstöðin sé opin.
Ég get ályktað sem svo að þú vitir vel að upplýsingarnar um bensínstöðina kæmu
mér ekki að nokkru gagni nema hún væri opin og þar með hefðir þú enga ástæðu
til að segja það sem þú sagðir. Ég kemst þannig að þeirri niðurstöðu að þú hafir
einungis sagt hvar bensínstöðin væri en meint þar að auki að hún sé opin og starf-
hæf. En vissulega gætir þú verið að draga dár að mér, enda einleikið að þvertaka
fyrir að hafa sagt nokkuð um opnunartíma bensínstöðvarinnar: „Ég sagði aldrei
að hún væri opin!“
Vert er að benda á, líkt og Maitra (2009: 327) gerir þegar hún þróar sína ætl-
unarkenningu um þöggun, að fullnæging upplýsandi ætlunar er ekki nauðsynlegt
skilyrði fyrir því að samskipti hafi heppnast í einstöku tilviki. Ætlunarsinnar leggja
til að það að áheyrandi fullnægi samskiptaætlun mælandans sé bæði nauðsynlegt
og nægjanlegt skilyrði fyrir samskiptum. Tökum sem dæmi staðhæfingu. S segir
einhverja setningu og ætlar sér þar með að staðhæfa p við viðmælanda sinn, A.
Þá hlýtur S að hafa einhverja upplýsandi ætlun. Kenningasmiðir deila um það
hvert sé raunverulegt inntak upplýsandi ætlunar þess sem staðhæfir p; en þremur
möguleikum hefur verið velt upp: (i) að A myndi sér þá skoðun að p, (ii) að A
myndi sér þá skoðun að S hafi þá skoðun að p, (iii) að A leiði hugann að p. Inntak
samskiptaætlunarinnar er hins vegar bara það að A beri kennsl á að S hafi tiltekna
upplýsandi ætlun, hvað svo sem rétt reynist um inntak hennar sjálfrar. Þessi forspá
ætlunarhyggjunnar virðist samræmast heilbrigðri skynsemi: til að skilja hvað S
staðhæfir þarf A eingöngu að verða ljóst að S hafi þá ætlun að upplýsa A um það
sem er staðhæft. Það er aukaskref að álykta að mælandinn segi rétt og satt frá og
að þar með skuli inntaki staðhæfingarinnar bætt við í skoðanasafnið, ef það var
ekki þegar til staðar. Þegar barn segir mér að Stekkjastaur hafi sett mandarínu í
skóinn skil ég hvað er sagt en endurskoða líklega ekki skoðun mína á því hvort
synir Grýlu og Leppalúða séu til.
Snúum okkur þá aftur að þöggun. Samkvæmt ætlunarhyggju felst þöggun
Hugur 2019-Overrides.indd 137 21-Oct-19 10:47:09