Hugur - 01.01.2019, Qupperneq 139

Hugur - 01.01.2019, Qupperneq 139
 Hvað er þöggun? 139 Eintæk hömlun Þegar S tjáir málgjörð A verður A fyrir eintækri hömlun ef og aðeins ef engin athöfn sem S er unnt að framkvæma getur verið tjáning á A.6 A-málgjörðir S eru „þaggaðar niður“ ef hömlunin er undirokandi og kerfislæg á tiltekinn hátt. Það er því í eðli samtækrar þöggunar að hún er skilgreind út frá viðhorfum þeirra sem tilheyra ákveðnu málsamfélagi, G. Meðlimir í G geta þaggað niður í S með því einfaldlega að hafa enga tilhneigingu til að bera rétt kennsl á ímælin sem S ætlar sér að viðhafa hverju sinni. Eintæk þöggun felur ekki í sér slíka tengingu við hóp og er skilgreind út frá því að til sé málgjörð sem mælandinn bara getur ekki með nokkru móti tjáð. Báðar kenningarnar geta fangað samtæka hömlun nokkuð vel. En venjuhyggja virðist miklu betur til þess fallin að varpa ljósi á eintæka hömlun. Venjuhyggja gerir nefnilega ráð fyrir því að meðtaka viðmælanda sé nauðsynlegt skilyrði fyrir ímælagjörðum og þannig verða öll dæmi um samtæka hömlun sjálfkrafa eintæk þar að auki. Skilningur viðmælandans á inntaki og efli málgjörðarinnar er þá alltaf skilyrði fyrir því að tilætluð ímæli geti verið tjáð og samtæk hömlun kemur einmitt í veg fyrir þann skilning. Til frekari glöggvunar á þessu atriði má benda á að venjuhyggjusinnar líta almennt svo á að merking orða og setninga sé háð þeim reglum eða venjum sem mælendur undirgangast hverju sinni. Til dæmis er það algeng hugmynd innan venjuhyggju að með því að tala ákveðið tungumál, t.d. íslensku, við ákveðið tækifæri samþykki mælendur leynt eða ljóst að orð þeirra muni hafa hverja þá merkingarfræðilegu eiginleika sem málið sjálft, svo að segja, eignar þeim. Gott dæmi eru mismæli ýmiss konar. Ef ég nota orðið „wasabi“ en ætlaði mér að nota „Wahabi“, þá sagði ég og meinti, samkvæmt venjuhyggju, eitthvað um wasabi í krafti þessara reglna, sama hvað ég hafði í huga. (Ég færi rök gegn þessari hugmynd í Unnsteinsson 2017a.) Þar að auki, myndi venjusinninn benda á, þá breytir meining mælandans engu um venjubundna merkingu setn- ingarinnar sjálfrar. Ef það er mögulegt, eins og sumir halda fram, að birtingar- myndir þess að konur segi „Nei“ en meini já geti haft þau áhrif að venjubundin merking „Nei“ breytist í ákveðnu samhengi þegar það er notað af konum, þá verður þessi höfnunarmálgjörð þeim algjörlega óaðgengileg (Wieland 2007). Aukinheldur, ef í venjunum felst að mælendur verði að uppfylla tiltekin skilyrði til að tjá A-málgjörðir, t.d. að hafa þar tilgreint vald, þá verða þær sumum ekki tiltækar. Samkvæmt venjulegum reglum í skák getur hrókurinn ekkert gert til að breyta sér í drottningu þótt peðum sé það í lófa lagið. Ef tiltekin málgjörð A er náttúrutegund og ákvarðast af því að mælandi tjái eitthvað með ákveðnum áheyrendamiðuðum ætlunum, þá hlýtur A að vera mögu- leg hverjum þeim sem getur myndað með sér slíkar ætlanir yfirleitt. Því virðist vera að samkvæmt ætlunarhyggju þurfi mælendur aldrei að þola nokkuð svo yfir- gengilegt sem eintæka þöggun; samskiptagjörðirnar sem um teflir hljóta að vera aðgengilegar öllum skynsemisverum með ætlanir, skoðanir og langanir. Sumir 6 Eintæk þöggun eða hömlun er mjög svipuð því sem Kristie Dotson kallar „testimonial smother- ing“ eða vitnisburðarkæfingu, sjá Dotson (2011: 244). Hugur 2019-Overrides.indd 139 21-Oct-19 10:47:10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.