Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 152

Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 152
152 Donata Schoeller og Sigríður Þorgeirsdóttir þess að kanna möguleg form og þrep andófs og umbreytinga sem geta einungis sprottið upp úr raunverulegum aðstæðum (Butler, Gambetti, og Sabsay 2016). Frá þessum útgangspunkti geta þróast ný hugtakabundin skref sem virka einmitt vegna þess að þau eru nátengd upplifaðri reynslu, en auk þess geta þau öðlast merk- ingu sem teygir sig út fyrir reynsluna. Með því að gefa gaum að margslunginni reynsluvídd frústrerandi og hamlandi aðstæðna er unnt að opna á tilfinningarásir sem gera kleift að henda reiður á líkamlegum strúktúrum sem skilyrða hlutverk, sjálfsmyndir og hegðun. Í þessu ferli þar sem hugtakaleg og líkamleg nálgun vinna saman getur það að tárast orðið að augnabliki þegar við berum kennsl á eitthvað og verið mikilvægur liður í djúpstæðu gagnrýnu ferli, rétt eins og hlátur, að því gefnu að aðstæður einkennist af umhyggju, trausti og öryggi (sjá hér að neðan „Ígrundandi umhyggja og umbreytandi skilningur“). Þetta virðist gleymt í því hvernig iðkun hugsunar er kennd og skilin í heimspeki nú um stundir. Oft leiða hin mildu og skýrandi umskipti sem iðkun LGH hefur í för með sér til þess að til verða merkingar og tengingar sem varpa fyrir róða óígrunduðum ramma sem heldur framgangi hugsunar á vanabundnum stað. Þegar merkingar spretta fram, þá finna þær sér stoð í líkamlegum svörunum við reynslu sem oft hefur enn ekki fundið sinn farveg í tungumálinu. Iðkandann gæti í upphafi skort tungutak, en í ferlinu finnur hann hugtök og tengingar sem leyfa honum að víkka út venju- bundna eða tillærða málleiki með hætti sem hann getur gert að sínum. Að segja eitthvað á nýjan hátt umbreytir tungutakinu með endurvinnslu bakgrunnsins sem skilyrðir það. Á grundvelli uppgötvana Gendlins og Petitmengin sem hafa rutt brautina fyrir LGH erum við rétt byrjuð að skilja þetta umbreytingarferli. En víkjum nú aftur að hinum vongóða fyrsta árs heimspekinema sem kemur full- ur eldmóðs og væntinga um hvers vegna hann vill leggja stund á heimspeki. Hann er ekki bara drifinn áfram af röksemdum heldur af sterkri hvöt og tilfinningu fyrir mikilvægi fagsins. Í tímum í heimspeki kemst hann að raun um að það er lítið rými til þess að tjá og skýra sinn eigin skilning á heimspekilegum vandamálum og áskorunum. Slíkt vekur ekki áhuga annarra nema kannski samnemenda sem hann treystir. Nemandanum mun fljótt lærast að þessi merkingarþrungni hvati á ekki heima í kennslustofunni eða er einungis viðeigandi á þröngan eða óbeinan hátt, t.d. hvað varðar vinnuaga. Þessi nemandi er því á hljóðlátan hátt „deyfður“, þaggaður niður í viðleitni sinni til að finna eigin rödd og hugsa á eigin spýtur. Í kennslustofunni eða kennslustundinni, þar sem valdastrúktúrar eru gagnrýndir án þess að nemendur séu hvattir og efldir til að finna eigin rödd, eru einmitt á þversagnakenndan hátt þessir sömu valdastrúktúrar endurskapaðir. Að finna eigin rödd er órofa tengt því að hugsa sjálfstætt í LGH. Við þurfum að gera grein fyrir því hvaða þýðingu þetta hefur fyrir iðkun heimspeki, auk þess að skilja þær stórgerðu og smágerðu aðstæður sem efla eða hindra hæfnina til að hugsa með hætti sem leyfir okkur að finna eigin rödd (Casey 2010). Aðferðafræðin sem við beitum styður við þá viðleitni að komast undan eða gefa ekki of auðveldlega eftir gagnvart þeim skilyrtu, tillærðu, hugsunarlausu og vanabundnu leiðum sem við förum til að nálgast, hugsa eða tala um viðfangsefni okkar. Með öðrum orðum felur LGH í sér andóf eða viðnám sem þarf að þjálfa. Hugur 2019-Overrides.indd 152 21-Oct-19 10:47:10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.