Hugur - 01.01.2019, Page 159

Hugur - 01.01.2019, Page 159
 Líkamleg gagnrýnin hugsun 159 reynslu og tilfinningahliðar hugsunar okkar verðum við betur í stakk búin til að gaumgæfa eigin afstöðu og öðlast dýpri skilning á þeirri afstöðu sem við gagn- rýnum. Forsendan fyrir gagnrýni er hæfnin til að koma auga á og aðgreina mis- munandi þætti sem eru uppistaðan í vanda eða afstöðu. Við þurfum engu að síður að endurhugsa tengsl gagnrýni, umhyggju, útskýringar og umbreytingar. Heimspekiiðkun sem er skilin sem ferli, sem opnar fyrir hinar óígrunduðu víddir sem eru að verki í hugsuninni, afhjúpar mótandi skilyrði sem virka án þess að við tökum eftir þeim í staðhæfingum og afstöðu okkar. Að draga þennan hulda bakgrunn fram jafngildir í sjálfu sér umbreytandi umskiptum. Að útskýra krefst næmrar yrðingar, að verða snortin af tengingum við reynslu svo eitthvað megi skýrast á reynslubundinn hátt. Þegar það sem hefur með leyndum hætti komið skipan á hugsun okkar er útskýrt með því að draga það fram, breytist sjónarhorn- ið, aðrir þættir koma í ljós, aðrir mátar til að segja eitthvað koma upp í hugann. Það er ekki unnt að útskýra þetta fyllilega með framsetningar- eða hugsmíðar- líkönum um merkingu vegna þess að bakgrunnur ætlana er oftast foryrðanlegur eins og Searle hefur lýst með sannfærandi hætti (Searle 1983). En ef Searle tel- ur þessa staðreynd sýna takmarkanir ætlandi málathafna, þá sýna þau Gendlin og Petitmengin, þessir brautryðjendur á sviði líkamlegrar nálgunar á ætlun og merkingu, að það sé spurning um iðkun og aðferðir að geta sagt meira og meira. Það sem setur tjáningarhæfni skorður, samkvæmt rökgreiningarheimspekilegri nálgun Searles, er efniviður fyrir frekari útleggingu á merkingu fyrir tilstuðlan nýrrar aðferðafræði iðkunar. Það getur af sér umbreytingar-líkan merkingar sem tekur mið af hlutverki orða í tengslum við bakgrunn sem bregst við og breytist við það sem er sagt. William James tók eftir því að merkja má umskipti milli þess þegar byrjað er á setningu og þegar henni er lokið. Að útskýra bakgrunn verður þess vegna að vera skilið sem samspil orða sem virka „inn í“ flókinn og næman vef aðstæðna sem verða þykkari og líkamlegri eftir því sem við förum dýpra. Út frá þessu sjónarhorni á ekki aðeins að skilja hugsun sem afrakstur hennar í innihaldi fullyrðinga, heldur sem flókið, umbreytandi ferli þar sem gríðarmikill bakgrunnur er að verki sem getur byrjað að umbreytast og hreyfast. Það sem við köllum hugs- un getur því verið djúptækt, umbreytandi ferli. Eitt helsta aðferðafræðilegt verkefni rannsókna okkar á LGH felst í að endur- hugsa samband gagnrýni og umhyggju svo að heimspekiiðkun skapi rými fyrir ferli sem opnar fyrir undirskildar bakgrunnsvíddir viðfangsefnisins. Hugtakið „umhyggja“ hefur sérstaka merkingu í þessu samhengi. LGH býður upp á og þróar aðferðafræði „umhyggju“ fyrir því sem er enn ekki ljóst en maður finnur fyr- ir sem mikilvægu fyrir heimspekilega rannsókn. Ef við orðum eitthvað án svona aðgætinnar umhyggju, þá getur málnotkun breitt yfir, hamlað og skorið af það sem þarf að fá að breiða úr sér og þarf á ígrundunarferli að halda. Í hugleiðingum Adornos um gagnrýna hugsun rekumst við á svipaðar áhyggjur að baki leitar hans að þekkingarháttum sem hefja sig upp yfir smættunarhyggju sem hann lýsir sem ofbeldi hugtaka-auðkenningar. Í stað þess að fastsetja og auð- kenna leitast Adorno við að upphugsa málnotkun sem er nærfærin (þ. anschmieg- sam), óuppáþrengjandi, náin, alúðleg og hefur skýringarmátt (Adorno 1975, 24). Hugur 2019-Overrides.indd 159 21-Oct-19 10:47:11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.