Hugur - 01.01.2019, Side 171
Líkamleg gagnrýnin hugsun í heimspeki Luce Irigaray 171
þinn býr yfir meiri skynsemi en þín besta viska.“14 Úthafsgyðjan skýst af nauðsyn
upp á yfirborðið, smeygir sér fyrirvaralaust inn í orðræðuna og hróflar við hug-
myndinni um hinn sjálfráða einstakling. Hin kvenlæga rödd gagnrýnir háleitar
hugmyndir Nietzsches um ofurmennið, hinn sjálfskapaða einstakling sem dregur
fram lífið á eigin forsendum, handan siðferðis og óháður öðrum. Irigaray tengir
ofurmennið við hina eilífu endurkomu, en með því að játast endurkomunni líkt
og ofurmennið gerir, er hægt að sigrast á ringulreið tómhyggjunnar og skuggum
hins fráfallna guðs. Irigaray telur hina eilífu endurkomu vera sjálfs- og einstak-
lingsmiðaða, tákn um einsleika og andmismun, grundvallaða á sjálfshyggju, skorti
á líkamleika, tilfinningum og dýnamísku samtali tveggja.15 Irigaray undirstrikar
mikilvægi samræðunnar, þess að viðra ólíkar skoðanir og miðla reynslu í tog-
streitu kynjamismunar. Samkvæmt Irigaray er kynjamismunurinn ráðandi stef í
samtímanum og grundvallaratriði mannlegrar hugsunar sem gæti leitt til frelsun-
ar.16 Frelsunin felst í að viðurkenna kynjamismuninn og finna hvernig þekkingin
sem býr í líkamanum opnar nýjar víddir fyrir skilning okkar á manninum.
Líkamleg gagnrýnin hugsun
Heimspeki Irigaray um kynjamismun er róttæk gagnrýni á sjálfsverumyndir í
heimspeki og menningu, grundvölluð á líkamlegri gagnrýnni hugsun17 – og jafn-
framt krafa um breytingar. Líkamleg gagnrýnin hugsun er eins konar viðbót við
og dýpkun á ríkjandi gagnrýnihefð í formi rökhugsunar, rökræðugreiningar og
samfélagsgagnrýni og grundvallast á fyrirbærafræðilegri reynsluhugsun. Eins og
Irigaray segir í textanum To Be Born: „Að veita líkamanum orðið er geta sem við
verðum að uppgötva.“18 Irigaray bendir á að rót þekkingar nær til líkamleikans
sem miðstöðvar skynjunar, en líkaminn hefur verið hinn týndi hlekkur í gagn-
rýnni hugsun vestrænnar menningar. Irigaray leitast við að samlaga líkamann
orðræðunni og færa þannig merkinguna nær kynverunni og lifaðri reynslu á þeim
grundvelli að við sem vitundarverur erum ekki aftengd eigin reynslu. Að baki
þessari vissu liggur sú tilfinning að standa fyrir utan orðræðuna, að vera fyrir utan
veruleikann. Irigaray kynntist því af eigin raun að vera útilokuð úr heimspeki
og sálgreiningu en henni var úthýst úr skóla Lacans, L’École Freudienne, eftir
að hún lauk doktorsprófi í heimspeki 1974 með frumraun sinni Í skuggsjá hinnar
konunnar, þar sem hún gagnrýnir í ljósi líkamlegrar gagnrýnnar hugsunar sál-
greiningu Freuds og Lacans fyrir að vera karlmiðaða.
Líkamleg gagnrýnin hugsun tekur mið af flóknum vef tilfinninga og reynslu og
byggir á þeirri staðreynd að hinn gagnrýni hugsuður er alltaf líkamleg vera, stað-
sett í heiminum. Reynsla er því ávallt samtvinnuð hinu hugræna atferli mannsins
14 Nietzsche 1996: 60.
15 Irigaray 1991: 52–56.
16 Irigaray 1992: 5.
17 Sjá grein Sigríðar Þorgeirsdóttur og Donötu Schoeller sem birtist í íslenskri þýðingu í þessu riti,
„Lík amleg gagnrýnin hugsun. Hvarfið að reynslunni og umbreytingarmáttur þess“.
18 Irigaray 2017: 48.
Hugur 2019-Overrides.indd 171 21-Oct-19 10:47:12