Hugur - 01.01.2019, Síða 171

Hugur - 01.01.2019, Síða 171
 Líkamleg gagnrýnin hugsun í heimspeki Luce Irigaray 171 þinn býr yfir meiri skynsemi en þín besta viska.“14 Úthafsgyðjan skýst af nauðsyn upp á yfirborðið, smeygir sér fyrirvaralaust inn í orðræðuna og hróflar við hug- myndinni um hinn sjálfráða einstakling. Hin kvenlæga rödd gagnrýnir háleitar hugmyndir Nietzsches um ofurmennið, hinn sjálfskapaða einstakling sem dregur fram lífið á eigin forsendum, handan siðferðis og óháður öðrum. Irigaray tengir ofurmennið við hina eilífu endurkomu, en með því að játast endurkomunni líkt og ofurmennið gerir, er hægt að sigrast á ringulreið tómhyggjunnar og skuggum hins fráfallna guðs. Irigaray telur hina eilífu endurkomu vera sjálfs- og einstak- lingsmiðaða, tákn um einsleika og andmismun, grundvallaða á sjálfshyggju, skorti á líkamleika, tilfinningum og dýnamísku samtali tveggja.15 Irigaray undirstrikar mikilvægi samræðunnar, þess að viðra ólíkar skoðanir og miðla reynslu í tog- streitu kynjamismunar. Samkvæmt Irigaray er kynjamismunurinn ráðandi stef í samtímanum og grundvallaratriði mannlegrar hugsunar sem gæti leitt til frelsun- ar.16 Frelsunin felst í að viðurkenna kynjamismuninn og finna hvernig þekkingin sem býr í líkamanum opnar nýjar víddir fyrir skilning okkar á manninum. Líkamleg gagnrýnin hugsun Heimspeki Irigaray um kynjamismun er róttæk gagnrýni á sjálfsverumyndir í heimspeki og menningu, grundvölluð á líkamlegri gagnrýnni hugsun17 – og jafn- framt krafa um breytingar. Líkamleg gagnrýnin hugsun er eins konar viðbót við og dýpkun á ríkjandi gagnrýnihefð í formi rökhugsunar, rökræðugreiningar og samfélagsgagnrýni og grundvallast á fyrirbærafræðilegri reynsluhugsun. Eins og Irigaray segir í textanum To Be Born: „Að veita líkamanum orðið er geta sem við verðum að uppgötva.“18 Irigaray bendir á að rót þekkingar nær til líkamleikans sem miðstöðvar skynjunar, en líkaminn hefur verið hinn týndi hlekkur í gagn- rýnni hugsun vestrænnar menningar. Irigaray leitast við að samlaga líkamann orðræðunni og færa þannig merkinguna nær kynverunni og lifaðri reynslu á þeim grundvelli að við sem vitundarverur erum ekki aftengd eigin reynslu. Að baki þessari vissu liggur sú tilfinning að standa fyrir utan orðræðuna, að vera fyrir utan veruleikann. Irigaray kynntist því af eigin raun að vera útilokuð úr heimspeki og sálgreiningu en henni var úthýst úr skóla Lacans, L’École Freudienne, eftir að hún lauk doktorsprófi í heimspeki 1974 með frumraun sinni Í skuggsjá hinnar konunnar, þar sem hún gagnrýnir í ljósi líkamlegrar gagnrýnnar hugsunar sál- greiningu Freuds og Lacans fyrir að vera karlmiðaða. Líkamleg gagnrýnin hugsun tekur mið af flóknum vef tilfinninga og reynslu og byggir á þeirri staðreynd að hinn gagnrýni hugsuður er alltaf líkamleg vera, stað- sett í heiminum. Reynsla er því ávallt samtvinnuð hinu hugræna atferli mannsins 14 Nietzsche 1996: 60. 15 Irigaray 1991: 52–56. 16 Irigaray 1992: 5. 17 Sjá grein Sigríðar Þorgeirsdóttur og Donötu Schoeller sem birtist í íslenskri þýðingu í þessu riti, „Lík amleg gagnrýnin hugsun. Hvarfið að reynslunni og umbreytingarmáttur þess“. 18 Irigaray 2017: 48. Hugur 2019-Overrides.indd 171 21-Oct-19 10:47:12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.