Litli Bergþór - 01.06.2022, Side 9
Litli-Bergþór 9
Við Morten giftum okkur í Hrosshaga árið 2015.
Morten starfar sem umhverfisefnafræðingur hjá
fyrirtæki sem heitir Cowi, við hreinsun á menguðum
jarðvegi, grunnvatni og lofti. Núna eru börnin orðin
þrjú, Manfred fæddur 2013, Björk fædd 2016 og Elín
fædd 2021. Við búum á Østerbro í Kaupmannahöfn
þar sem allir dafna vel og við njótum góðs af því
að vera í nágrenni við Jónshús, sem sér okkur fyrir
íslensku sælgæti í sjálfsalanum og íslenskum bókum
á bókasafninu.
Þegar búið er í borg eins og Kaupmannahöfn þá
getur maður upplifað innilokunartilfinningu þegar
ekkert sést nema hús. Mann vantar útsýni á eitthvað
annað en byggingar. Ég er þó svo heppin að við
eigum hlut í sumarbústað með tengdafjölskyldunni
og þar er stórkostlegt útsýni. Við notum okkur því oft
að fara þangað þegar við þurfum að losna úr amstri
borgarinnar.
Hjá okkur er opið allt árið! Verið velkomin
Kaffihús, veitingastaður, gisting, hestaleiga
www.facebook.com/Efstidalur www.efstidalur.is info@efstidalur.is s:4861186
Hvað framtíðin ber í skauti sér vitum við svo
sem aldrei, en við verðum hér í Danmörku um
sinn. Fjarlægðin til Íslands hefur minnkað með
tækniframförunum. Með tilkomu FaceTime eða
Messenger þá er alltaf hægt að hringja og „hittast‟. Og
ef þarf, þá er hægt að taka flug samdægurs til Íslands.
Ég hef oft sagt sem svo, að það að eiga fjölskyldu
á Íslandi er eins og fyrir Dana að eiga fjölskyldu á
norður Jótlandi. Það tekur álíka langan tíma að ferðast
þangað og er oft jafn dýrt.
uMorten og Manfred að grilla við sumarbústaðinn.
Við förum aldrei í gönguferð nema með nesti og heitt kakó.
Hér erum við í skógarferð við sumarbústaðinn.