Litli Bergþór - 01.06.2022, Síða 13

Litli Bergþór - 01.06.2022, Síða 13
Litli-Bergþór 13 þjóðernum sem eiga börn í grunnskólanum. Þessi kynning var virkilega skemmtileg og fræðandi. Knútur og Helena í Friðheimum tóku svo á móti okkur af miklum rausnarskap, kynntu starfsemi staðarins og buðu okkur upp á mat og drykk. Öllu þessu fólki erum við innilega þakklát. Í haust stóð félagið fyrir ferð til Hveragerðis þar sem borðað var í Skyrgerðinni og síðan farið á leikritið „Nei, ráðherra“ sem Leikfélag Hveragerðis sýndi. Þetta var hin besta skemmtun. Að vanda bauð Kvenfélag Biskupstungna okkur eldri borgurum í dagsferð, í þetta sinn í Rangárvallasýslu þar sem við skoðuðum hellana við Hellu, sögusetrið á Hvolsvelli og að lokum var snæddur kvöldverður á hótelinu Læk. Þetta var frábær ferð í yndislegu veðri. Í sumar er svo fyrirhugað er að fara í ferðalag inn á hálendið og hvetjum við alla 60 ára og eldri, sem ekki eru þegar í félaginu, að skrá sig nú í félagið og drífa sig með. Þann 5. maí undirrituðu fulltrúar stjórnar FEBB samning við Bláskógabyggð um að sveitarfélagið greiðir árlega styrk vegna félagsstarfs eldri borgara, kr. 500.000. Einnig greiðir sveitarfélagið laun starfsmanns, sem sér um kaffiveitingar á vikulegum fundum félagsins í Bergholti, sem og viðhald og þrif á húsnæðinu. Samskonar samningar hafa einnig verið gerðir við félag eldri borgara á Laugarvatni. F.h. FEBB – Félags eldri borgara í Biskupstungum Elín Siggeirsdóttir. Eldri borgarar njóta súpunnar á Friðheimum. Á fremsta borði má sjá Sigurbjörgu Snorradóttur, Njörð O. Geirdal og Guðna Lýðsson, fremst á myndinni sést í Hólmfríði Óskarsdóttur. Á borðunum fyrir aftan sést m.a. framan í Ólaf Jónasson, Sigríði J.Sigurfinnsdóttur, Gunnar Sverrisson, Guðrúnu Mikaelsdóttur og Ernu Kjartans. Ketilbjörn ehf. Vinnuvélaverktaki, Syðri-Reykjum Grétar Már · Sími 868 7219 Sævar Örn · Sími 693 4177 Helgi Kjartansson oddviti og Geirþrúður og Elín frá FEBB eftir undirritun samnings.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.