Litli Bergþór - 01.06.2022, Qupperneq 14

Litli Bergþór - 01.06.2022, Qupperneq 14
14 Litli-Bergþór Eins og sagt var frá í síðasta blaði voru hestamannafélögin í Uppsveitunum sameinuð þann 1. júlí 2021, þ.e. hestamannafélögin Logi í Biskupstungum, Smári í Hrunamanna-, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Trausti í Laugardal, Þingvallasveit, Grímsnesi og Grafningi. Fyrirhugað var að halda aðalfund nýja félagsins í janúar, en um það leyti sem boða átti fundinn skullu á takmarkanir sem gerðu það ómögulegt. Starfsstjórn hélt þó áfram við að undirbúa starf vetrarins. Leitað var til félagsmanna um að taka þátt í nefndarstörfum og tóku þeir vel í það. Fyrsti aðalfundur félagsins var svo haldinn í Aratungu þann 3 mars. Mæting á fundinn var góð, en um 50 manns mættu. Kosið var um nafn á nýja félagið, en fram að aðalfundi hafði verið notast við vinnuheitið Hestamannafélag Uppsveitanna. Kosið var í tveimur umferðum. Í fyrri umferð var kosið um sjö nöfn sem að stjórn félagsins lagði fyrir fundinn. Það voru nöfnin Frigg, Hestamannafélag Uppsveita, Jökull, Kjölur, Krapi, Skör og Þrenning. Eftir að atkvæði höfðu verið talin eftir fyrri umferð, kom í ljós að nöfnin Jökull og Kjölur höfðu fengið flest atkvæði. Aftur var kosið og þá um nöfnin sem flest atkvæði höfðu fengið, og var það nafnið Jökull sem hlaut flest atkvæði. Kosið var í stjórn félagsins og er hún eftirfarandi: Bragi Viðar Gunnarsson, Túnsbergi var kjörinn formaður Ólafur Gunnarsson, Helgastöðum gjaldkeri Svavar Jón Bjarnason, Reykholti ritari Ragnheiður Eggertsdóttir, Borg meðstjórnandi Ragnhildur Stefanía Eyþórsdóttir, Flúðum meðstjórnandi Vilborg Ástráðsdóttir, Skarði meðstjórnandi Vilborg Hrund Jónsdóttir, Böðmóðsstöðum meðstjórnandi Eftir áramótin hófst námskeiðastarf og var það Æskulýðsdeildin sem reið á vaðið og hélt fyrsta námskeiðið þann 12. janúar. Æskulýðsdeildin hefur haldið námskeið alla miðvikudaga síðan þá og mun það verða þannig til 27. apríl. Einnig var haldið eitt helgarnámskeið. Í apríl og maí er stefnt á að halda tvö námskeið í Reiðhöllinni á Flúðum fyrir börn sem eiga ekki hesta. Í sumar verða svo vikunámskeið fyrir börn, skemmtimót og námskeið fyrir börn sem eiga ekki hesta, sem stefnt er á að halda í júlí. Reiðnámskeið fyrir fullorðna hófst í lok janúar þegar sex skipta námskeið var haldið með Finni Jóhannessyni. Næsta reiðnámskeið kenndi Marijo Varis og hófst það 21. mars og var einnig kennt í sex skipti. Félagið hélt svo járninganámskeið í febrúar og mars og var kennari Arnór Óli, járningamaður á Hellu. Mikil ásókn var á það námskeið og voru því haldin þrjú námskeið til að anna eftirspurn. Vetrarmótin hafa verið á sínum stað, en búið er að halda tvö mót í reiðhöllinni og hefur skráning verið ágæt. Fyrirhugað er að halda páskatölt laugardaginn 16. apríl. Líkt og fyrri ár hefur Uppsveitadeildin verið á sínum stað í vetur, en tvö keppniskvöld eru búin og það þriðja verður haldið 15. apríl. Þátttaka í deildinni er góð og bekkirnir þétt setnir á keppniskvöldunum. Í ár verður haldið Landsmót Hestamanna á Hellu. Hestmannafélagið Jökull mun halda sameiginlega úrtöku með Hestamannafélaginu Geysi á Hellu dagana 10.-12. júní. Þegar stofnað er nýtt hestamannafélag er að mörgu að hyggja. Eitt af því er að stjórn Jökuls vill á næstu mánuðum koma á laggirnar heimasíðu félagsins. Heimasíðan myndi auðvelda upplýsingagjöf, vera með viðburðaskrá og fleira. Á meðan heimasíðan er ekki komin í loftið hvetjum við alla til að fylgja Hestamannafélaginu Jökli á facebook undir nafninu „Hestamannafélagið Jökull“. Svavar Jón Bjarnason, ritari Hestamannafélagsins Jökuls. Hestamannafélagið Jökull Fréttir af sameinuðu félagi Ingibjörg Elín, Sigrún Margrét og Kirsten á fyrsta vetrarmótinu í vetur. Bára Másdóttir tók myndina. Arnór Óli sýnir nemendum heitjárningu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.