Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 23
Litli-Bergþór 23 Í sama blaði er viðtal við Ólaf Þorsteinsson viðskipta- fræðing af Reynistaðarætt. Hann segir: Ég hef aldrei klæðzt grænu nema einu sinni. Föðuramma mín var af þessu kyni og eitt það fyrsta, sem ég man eftir mér að einhvern tíma er að móðir mín klæddi mig í köflóttar buxur með grænum teinum og í þeim fór ég í heimsókn til ömmu. Þegar hún sá mig bað hún guð að hjálpa sér og klæddi mig hið snarasta úr buxunum. Síðan hef ég aldrei í græn föt komið og ætla ekki að gera það. Það var hamrað mjög á þessu í öllu mínu uppeldi, svo og að ekki mættum við ríða bleikum hesti eða skíra Bjarna. Þessari arfleifð er haldið mjög til streitu hjá mínum ættingjum og ég veit ekki til þess, að neinar undantekningar séu þar á, ekki einu sinni hjá yngsta fólkinu. Í Morgunblaðinu, frá 26. júlí 2009, er viðtal við Einar Sebastian Ólafsson þar sem hann segir frá þessari trú. Í fyrirsögn greinarinnar segir svo: „Einar Sebastian Ólafsson er viðmótsþýður náungi sem vill allt fyrir alla gera. Nema eitt. Hann fer ekki í grænt. Ekki undir neinum kringumstæðum. Frekar myndi hann fórna hægri hendinni en að vanvirða þessa lífseigu hjátrú ættar sinnar sem kennd er við Reynistað.“ Móðir mín, sem er komin af einum Reynistaðar- bræðra í fimmta lið, varaði mig aldrei við þessum atriðum sem áður eru nefnd og ég tel að hún hafi ekki varað önnur systkini mín við þeim. Þess má geta að bróðurdóttir mín, Vanda Sigurgeirsdóttir var um tíma leikmaður Breiðabliks í knattspyrnu og ég veit ekki til þess að græni liturinn á búningi liðsins hafi valdið henni meini. Enginn í minni fjölskyldu ber nafnið Bjarni en hins vegar á ég fjarskylda ættingja af Reynistaðarætt sem bera það nafn og eru sumir þeirra sveitarhöfðingjar í Skagafirði. Einn þeirra er Bjarni Halldórsson frá Uppsölum. Hann fékk það hlutverk að afhjúpa minnisvarða um Reynistaðarbræður sem settur var á Beinhól á Kili og við þá athöfn tjáði hann sig um þessa lifandi trú ættarinnar: Lengi var talið að feigð fylgdi Bjarna nafni, þótti það vera refsiarfur frá forföður vorum á Þingeyrum að nafnar hans yrðu skammlífir. Bjarni frá Reynistað dó hér á Kili, ungur að árum. Systursonur hans, sonur Sigriðar Halldórsdóttur í Glaumbæ, Bjarni Magnússon, varð bráðkvaddur á hlaðinu í Geldingaholti, tvítugur að aldri. Bjarni Stefánsson Magnússonar prests í Glaumbæ drukknaði í Héraðsvötnum ungur maður. — Þegar Indriði Einarsson frétti það, að Halldór bróðir hans hefði látið son sinn heita Bjarna, þá hristi hann höfuðið og sagði: „Þetta átti Halldór bróðir ekki að gera, þessi drengur verður ekki langlífur.” En á síðustu árum Indriða, og þá engin dauðamörk komin á mig, taldi hann að nú væri ættin búin að færa sýslumanninum á Þingeyrum nógu marga nafna hans að fórn, nú væri karlinn kominn úr hreinsunareldinum. Einn af reiðhestum Bjarna á Þingeyrum var bleikur að lit, mikið hestaval, en sá var annar arfur frá sýslumanni, að enginn nafni hans mátti eiga bleikan reiðhest. Ég fór einu sinni á bak bleikum hesti og hrekkjóttum, en var auðvitað tæpast kominn í hnakkinn, þegar hesturinn henti mér á jörðina. Ég tók þetta að sjálfsögðu sem bendingu um það, að ég ætti ekki að ríða á bleikum hesti. Síðan hefi ég aldrei komið á bak á bleikum hest og aldrei átt bleikt hross. Þá var það trú í ætt vorri, að enginn með Bjarna nafni mætti vera í grænum fötum. Ég hef fylgt þessum erfðavenjum, sérstaklega hefi ég gætt þess í seinni tíð, að enginn grænn þráður væri til í fötum minum. Ég á 2 sonarsyni og 2 dætrasyni, sem bera Bjarna nafn. Þess er vandlega gætt að þeir komi aldrei í græna flík“. Þess má geta að Indriði föðurbróðir Bjarna hefði sagt að engum Bjarna af Reynistaðarætt hefði komist til aldurs á undan honum. Í viðtali við Anton, næstelsta bróður minn og þann sem næstum því fékk nafn Einars, kom fram að eftir því sem áratugirnir liðu hefði smám saman gróið yfir gröf þeirra bræðra á Reynistað. Sigurður Jónsson, Sigurlaug Helga Maronsdóttir við minnisvarðann á Beinahól sem afi hennar afhjúpaði 1971. Ljósmynd: Magnús Ólafsson, birt með leyfi höfundar. ►
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.