Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 27

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 27
Litli-Bergþór 27 Skúladóttur og og Gústafs Sæland, sem lengi voru rósabændur á Sólveigarstöðum í Laugarási. Sýningin er virðingarvottur við líf og starf þeirra hjóna og endurspeglar minningar um rósir, sem spruttu í snjó. Vassilis Triantis er fæddur í Grikklandi en býr og starfar í Hollandi. Hann sótti sér menntun í líffræði og starfar nú jöfnum höndum að líffræðirannsóknum og við ljósmyndun. Hann hefur tekið þátt í sýningum víða og hlotið viðurkenningar fyrir verk sín. Sýningin og bókin sem gefin var út með henni hafa hlotið sérstakar viðurkenningar og tilnefningar til verðlauna erlendis. Hægt er að sjá valið efni úr sýningunni á: https://www.vassilistriantis.com/roses-grew-on-snow Í Hönnunarsafninu má sjá sýningu um sundstaði og sundmenningu. Sýningin stendur til 25. september 2022 og fóru ljósmyndarar á vegum sýningarinnar víða um land til að safna efni, þ.á m. í Íþróttamiðstöðina í Reykholti. Nánari upplýsingar um sýninguna má finna á slóðinni: https://www.honnunarsafn.is/is/syning/sund. Grasrótarverðlaun KSÍ. Sá ánægjulegi atburður átti sér stað í febrúar að íþróttafélagið Uppsveitir (ÍBU) fékk grasrótarverðlaun KSÍ fyrir árið 2021. Á heimasíðu KSÍ kemur fram að augljóst þyki að frábært starf í knattspyrnu barna og unglinga sé unnið í Uppsveitum og þar kristallist mikilvægi knattspyrnunnar í samfélagi okkar, jafnt í stórum sveitarfélögum sem smáum. Það voru þeir Gústaf Sæland og Sólmundur Magnús Sigurðarson sem tóku við verðlaununum frá formanni KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur. Sjá má pistla frá ÍBU og íþróttadeild á öðrum stað í blaðinu. Páskasýningin í Húsinu á Eyrarbakka þetta árið bar heitið Með mold á hnjánum og er samstarfsverkefni Héraðsskjalasafns Árnesinga og Byggðasafns Árnes- inga. Á sýningunni var stiklað á stóru yfir sögu og þróun garðyrkju í Árnessýslu. Garðyrkja hefur stuðlað að uppbyggingu þéttbýlis og haft mikil áhrif á byggðaþróun í sýslunni. Rakin var þróun ræktunar frá heimagörðum torfbæja upp í umfangsmikla atvinnugrein sem skapar fjölda manns atvinnu með hugvitsamlegri nýtingu náttúruauðlinda víða í sýslunni. Sýningunni lauk 6. júní. Styrkur til Gljásteins. Í byrjun maí var 153 milljónum króna varið úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til verkefna á Suðurlandi fyrir árið 2022. Þar af fékk Gljásteinn ehf. 5,5 milljóna króna styrk til þess að endurnýja og bæta salernisaðstöðu fyrir fatlaða í Árbúðum við Kjalveg. Listamaður maímánaðar í Gallerý Listaseli á Selfossi var dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir. Hún er dósent við Háskólann á Bifröst og búsett í Laugarási í Biskupstungum. Íslenska sauðkindin er uppistaðan í hennar listsköpun ásamt tilvísun í íslenska náttúru, þá einkum Mýrdalinn, hennar heimasveit. Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar þann 14. maí 2022. Í Bláskógabyggð voru í framboði tveir listar, T og Þ. Frambjóðendur T-listans voru: 1. Helgi Kjartansson, kennari og oddviti, Dalbraut 2, Reykholti 2. Stefanía Hákonardóttir, rafmagns- og heilbrigðisverkfræðingur, Laugardalshólum 3. Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, vélvirki, Heiðarbæ 4 4. Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, bóndi, Bræðratungu 5. Guðni Sighvatsson, íþróttafræðingur og kennari, Hrísholti 10 Laugarvatni 6. Áslaug Alda Þórarinsdóttir, þjónustustjóri, Spóastöðum 1 7. Elías Bergmann Jóhannsson, starfsmaður íþróttamannvirkja Bláskógabyggðar á Laugarvatni, Reykjabraut 5 8. Sólmundur Magnús Sigurðarson, stuðningsfulltrúi og þjálfari, Austurhlíð 3 9. Grímur Kristinsson, smiður og búfræðingur, Ketilvöllum 10. Trausti Hjálmarsson, bóndi, Austurhlíð 2 11. Auður Ólafsdóttir, húsmóðir og hársnyrtir, Litla-Fljóti 12. Arite Fricke, hönnuður og listgreinakennari, Bæjarholti 14 Laugarási 13. Kristinn Bjarnason, verslunarmaður, Brautarhóli 14. Valgerður Sævarsdóttir, bókasafnsfræðingur, Garði Laugarvatni Jaaá, blessuð sauðkindin. Sigrún Lilja er snillingur. Frá opnun sýningarinnar „Þar sem rósir spruttu í snjó“, 22. janúar 2022..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.