Litli Bergþór - 01.06.2022, Síða 28

Litli Bergþór - 01.06.2022, Síða 28
28 Litli-Bergþór Frambjóðendur Þ-listans voru: 1. Anna Greta Ólafsdóttir, ráðgjafi, fyrrum skólastjóri 2. Jón Forni Snæbjörnsson, byggingarverkfræðingur og slökkviliðsmaður 3. Andri Snær Ágústsson, eigandi ferðaskrifstofu 4. Stephanie Langridge, ferðaþjónustu- og markaðssérfræðingur 5. Þóra Þöll Meldal Tryggvadóttir, umsjónarmaður fasteigna 6. Hildur Hálfdánardóttir, skólafulltrúi og ritari 7. Kamil Lewandowski, kennari 8. Anthony Karl Flores, smiður 9. Smári Stefánsson, framkvæmdastjóri 10. Jens Pétur Jóhannsson, rafvirkjameistari Niðurstöður kosninganna urðu þær að frá T-lista náðu kjöri: Helgi Kjartansson, Dalbraut 2 Reykholti Stefanía Hákonardóttir, Laugardalshólum Sveinn Sveinbjörnsson, Heiðarbæ Guðrún Magnúsdóttir, Bræðratungu Guðni Sighvatsson, Hrísholti 10 Laugarvatni og frá Þ-lista náðu kjöri: Anna Greta Ólafsdóttir, Bæjarholti 11 Laugarási Jón Forni Snæbjörnsson, Torfholti 2 Laugarvatni Á kjörskrá voru 794. Atkvæði greiddu 576 eða 72,5 %, sem er óvenju léleg kjörsókn, 19 atkvæði voru auð eða ógild. Atkvæði féllu þannig að T- listi hlaut 391 atkvæði og 5 fulltrúa kjörna. Þ- listi hlaut 166 atkvæði og 2 fulltrúa kjörna. Bláskógabyggð 20 ára. Bláskógabyggð varð til sem sveitarfélag 9. júní 2002 við sameiningu þriggja sveitarfélaga, Biskupstungnahrepps, Laugar- dalshrepps og Þingvallahrepps. Árið 2002 voru íbúar í þeim sveitarfélögum sem runnu saman um 885 talsins. Íbúar í Bláskógabyggð voru 1.164 um síðustu áramót. Íbúum hefur því fjölgað um nærri 280 á þessum tuttugu árum sem liðin eru. 17. júní hátíðarhöldin voru haldin með hefðbundnu sniði í Reykholti í ár og tókust með ágætum. Fjallkona var Dórothea Ármann og ræðumaður sr. Dagur Fannar Magnússon, nýráðinn prestur í Skálholti. Úti voru tveir hoppikastalar, ýmsir leikir eins og pokahlaup og stígvélakast og kassabílarallí. Tilvonandi 10. bekkingar sáu svo um glæsilegar kaffiveitingar í Aratungu. - Sjá má myndir af hátíðarhöldunum á næstu opnu. Nýkjörin sveitarstjórn Bláskógabyggðar 2022: Á myndinni eru, talið f.v. Guðni Sighvatsson (T), Jón Snæbjörnsson (Þ), Anna Greta Ólafsdóttir (Þ), Helgi Kjartansson (T), Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson (T), Stefanía Hákonardóttir (T) og Guðrún Magnúsdóttir (T).

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.