Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 32

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 32
32 Litli-Bergþór Pistill frá íþróttadeild Umf. Bisk. Árið 2021 var viðburðaríkt í íþróttastarfi hjá Umf. Bisk. Þótt covid-19 hafi verið að naga okkur fyrir áramót og aðeins fram yfir áramót þá héldum við okkar striki og tækluðum þetta með sóma. Lítið brottfall hefur verið úr starfinu okkar þrátt fyrir veiruna sem er fagnaðarfefni. Í vetur höfum verið verið með þekkt andlit innan veggja íþróttahúsins sem er alltaf frábært fyrir börnin. Sólmundur Magnús Sigurðarson hefur stýrt fót- boltaæfingum með aðstoð frá Ingva Rafni Óskarsyni. Fótbolti hefur alltaf verið mjög vinsæll hjá okkur og mikið af krökkum hafa verið að æfa. Samstarf við ÍBU hefur gengið vel. Þjálfararnir þar hafa verið að fara með sameiginleg uppsveitalið á mót, þar sem krakkar frá Borg í Grímsnesi, Laugarvatni, Reykholti, Laugarási, Flúðum, Árnesi og Brautarholti hafa komið saman og spilað undir formerkjum ÍBU. Anna Greta Ólafsdóttir hefur haldið áfram með fimleikana og gert það með sóma, krakkarnir hafa sýnt mikinn áhuga enda mikill fjöldi að æfa fimleika. Árni Þór Hilmarsson hefur verið með körfubolta æfingar sem hafa byrjað af krafti og vakið mikinn áhuga hjá krökkunum. Styrktarþjálfun var fyrir áramót en Sölvi Freyr Freydísarson var með þær æfingar. Hann þurfti þó að hætta eftir áramót vegna viðveru í skóla og vinnu á Selfossi. Það hafa verið breytingar hjá stjórn íþróttadeildar, Gústaf Sæland hefur tekið við gjaldkerastöðu af Ásu Sigrúnu Sigurðardóttir á meðan Sólmundur Magnús hefur tekið við stöðu formanns. Þá hefur Ingvi Rafn Óskarsson tekið við stöðu ritara. Við hjá Íþróttadeildinni hvetjum krakkana til að vera dugleg að æfa og prófa nýjar íþróttir á næstu árum og stunda æfingar. Fyrir hönd íþróttadeildar Umf.Bisk. Gústaf Sæland. Síðustu misseri hafa heldur betur verið viðburðarík hjá okkar ört vaxandi félagi. Hægt er að segja að félagið sé enn að upplifa vaxtaverki líkt og síðasta ár, að hluta til vegna þess hve geyst við förum í hlutina í okkar starfi og oftar en ekki látum við verkin tala fremur en lagabókstafi, hefðir, venjur og almenna skynsemi. Við rekumst oft á ný vandamál sem þarf að leysa og læra af en við erum að ná í afturendann á okkur hvað varðar formsatriði og er félagið smátt og smátt að taka á sig endanlega mynd. Fyrsti aðalfundur félagsins var haldinn 8. mars 2022 í Aratungu. Mættir voru 15 manns og þar voru samþykktar ýmsar lagabreytingar, aðaldeild og knattspyrnudeild stofnaðar og innan knattspyrnudeildar voru stofnuð meistaraflokksráð og yngri flokkaráð. Í aðaldeild voru kjörnir Sólmundur Magnús Sigurðarson formaður, Matthías Bjarnason gjaldkeri og Nói Mar Jónsson ritari. Formaður meistaraflokksráðs er Gísli Þór Brynjarsson og formaður yngri flokkaráðs Gústaf Sæland. Keppnisárið 2021 gekk afar vel og tefldum við fram liðum á Íslandsmóti, í meistaraflokki og í 5. flokki. Tímabilið fór hægt af stað hjá meistaraflokknum. Liðið tapaði 4-0 fyrir Ægi Þorlákshöfn í Mjólkurbikarnum og tapaði fyrstu tveimur leikjunum í 4. deild, 2-0 fyrir Hamri Hveragerði og 6-0 fyrir KH Hlíðarenda. Þegar tímabilið var hálfnað hafði liðið safnað 5 stigum í 7 leikjum. Þá var blásið í herlúðra! Æfingar urðu stífari, liðsandinn fór að rísa og það fjölgaði í áhorfendabrekkunni á X-Mist vellinum á Flúðum, liðið var klárt í seinni umferð móts. Hamarsmenn í Hveragerði mættu á X-Mist völlinn í 8. umferð. Brekkan var troðfull og andrúmsloftið spennuþrungið utan vallar sem innan. Baráttan á vellinum var svo hörð að bæði lið kláruðu leikinn manni færri eftir rauð spjöld. Bæði lið náðu að koma boltanum í netið en þar við sat, 1-1 lokatölur. Eftir fylgdu tveir grátlegir tapleikir á X-Mist vellinum, 1-2 gegn KH og óvænt 2-3 gegn Knattspyrnufélagi Bessastaða. Svo fór liðið í sigurhrinu! 2-0 útisigur gegn SR, svo 2 heimasigrar gegn Smára og Skallagrími og tímabilinu var svo lokið á X-Mist vellinum síðla ágústmánaðar gegn Stokkseyri. 1-1 urðu lokatölur. Liðið endaði í 4. sæti með 16 stig en árið áður var liðið í 7. Sæti með 10 stig. Bæting er alltaf góð þó markmiðið hefði verið hærra í upphafi tímabils. Markahæstur var Pétur Geir Ómarsson með 9 mörk og á lokahófi var Víkingur Freyr Erlingsson valinn mikilvægasti leikmaðurinn. Pistill frá ÍBU - Íþróttafélagi uppsveita
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.