Litli Bergþór - 01.06.2022, Page 34

Litli Bergþór - 01.06.2022, Page 34
34 Litli-Bergþór Félagsmiðstöðin Zetor er samrekin félagsmiðstöð fyrir nemendur í 8. – 10. bekk í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi. Zetor nafnið kemur að sjálfsögðu frá traktornum góða enda erum við félagsmiðstöð í stórum sveitarfélögum og á stöðugu flakki. Zetor er með aðild að Samfés (Youth Work Iceland), sem eru landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi og eru frjáls félagasamtök. Samfés heldur ýmsa viðburði yfir árið sem við í Zetor getum sótt. Samfés er með heimasíðuna www.samfes. is en þar má sjá allt um samtökin. Zetor er með opið hús á fimmtudögum frá 19:30 – 22:00 og hefur aðsetur á Laugarvatni, í Reykholti og á Borg. Það er óhætt að segja að starf félagsmiðstöðvarinnar Zetors hafi þurft að vera með öðru sniði á þessum sögulegum tímum, covid tímum. Það þýðir þó ekki að starfið hafi legið alveg niðri, síður en svo, enda mun ekkert breyta þeirri staðreynd að við erum jú öll félagsverur og flest sækjum við í félagsskap annarra. Við höfum þurft að hafa lokað oftar en við höfum kært okkur um, ballmenningin steinlá í langan tíma og í alltof langan tíma gátum við ekki hitt félaga okkar úr öðrum félagsmiðstöðvum. Árlega jólaballið á Flúðum var ekki í lok síðasta árs og USSS (Undankeppni Söngkeppni félagsmiðstöðva á Suðurlandi) var haldin í opinni dagskrá á Youtube líkt og í fyrra, en ekki með pomp og prakt og dansleik eins og árin þar áður. Það má í raun líkja félagsmiðstöðvarstarfinu við íþróttastarf. Það hvetur okkur áfram að mæta á æfingar ef við vitum að það er mót framundan. Ef ekkert mót er á dagskrá þá vantar svolítið upp á hvatninguna, þó svo að það sé gaman að æfa og hitta vinina. Það er eins með félagsmiðstöðina, okkur hefur vantað böllin, ferðalögin, rútuferðirnar og að hitta alla hina sem mæta á aðra viðburði til að hvetja okkur til að mæta í reglulegt starf félagsmiðstöðvarinnar. Þessi vetur byrjaði þó með „stæl” og okkur var boðið á Selfoss þar sem félagsmiðstöðin Zelsíus hélt ball og bauð félagsmiðstöðvum á suðurlandi að koma. Stuðlabandið hélt uppi stemningunni ásamt SZK (Sprite Zero Klan) og vá hvað við vorum til í þetta. Fyrirvarinn var stuttur en það leyndi sér ekki að foreldrar voru alveg jafn til í þetta og meðlimir Zetors og skutluðu þau unglingunum á ballið þar sem starfsfólk Zetors tók á móti þeim. Góð samvinna milli starfsfólks félagsmiðstöðva og foreldra er gríðarlega mikilvæg og við erum þeim sérstaklega þakklát þegar kemur að öllu þessu skutli. Við höfum öll þörf fyrir að tilheyra hópi og vera með jafningjum. Það er sérlega mikilvægt að skapa aðstöðu fyrir unglinga til að vera saman í öruggu umhverfi og í umsjá fullorðinna. Hjá Zetor starfa fjórir starfsmenn, Ragnheiður Hilmarsdóttir (Ragga), Hörður Óli Guðmundsson (Höddi í Haga), Elías Bergmann Jóhannsson (Elli) og Guðrún Ása Kristleifsdóttir (Gása). Guðrún Ása er heilsu- og tómstundafulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps og hóf störf hjá Zetor í haust. Starfsfólk Zetors skipuleggur ávallt einhverja dagskrá fyrir opnu kvöldin. Í vetur höfum við oft fengið íþróttasalina fyrir okkur og gátum því spriklað þar eins og okkur sýndist, við vorum með pílumót, borðtennismót, fórum í singstar, poppuðum, pöntuðum pizzu, bökuðum pizzu, héldum ísveislu, spiluðum borðspil og tölvuleiki, grilluðum pylsur og sykurpúða yfir eldi, vorum með spurningakeppni og kahoot (sem er spurningakeppni í tölvuformi), bökuðum kökur, fórum út í fótbolta og/ eða körfubolta o.m.fl. og stundum gerðum við bara akkúrat ekki neitt og bara tjilluðum saman. Flakkandi félagsmiðstöð á covid tímum Krakkarnir í Zetor við útigrill á Borg.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.