Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 37

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 37
Litli-Bergþór 37 Þann 11. september 1977 birtist grein í Tímanum sem ber nafnið „Að hefta uppblástur og stuðla að landgræðslu“. Þar segir frá því að blaðamenn Tímans hafi heimsótt flokk manna frá Landgræðslunni sem var að reisa girðingu, sem náði alla leið frá Sandkluftavatni á Uxahryggjarleið og austur undir Hagavatn, suður af Langjökli. Verkstjóri flokksins var Greipur Sigurðsson frá Haukadal og Kristín Sigurðardóttir, kona hans, var matráðskona. Þau höfðu áralanga reynslu af vinnu með flokkum sem þessum. Þarna voru þessir harðduglegu ungu menn staddir við vinnu sína í Lambahrauni. Lengi vel hafði mikill uppblástur vegna foks á jarðvegi borist til byggða af hálendinu og þá helst frá fyrrnefndu svæði. Landgræðslan ákvað því að ráðast í mikið átak til að sporna við þessu sandfoki með því að friða uppblásturssvæðið og sá í allverstu svæðin og þannig reyna að stöðva uppblásturinn. Sumarið 1977 var melfræi sáð við Sandkluftavatn og áburða flugvélin Páll Sveinsson dreifði áburði og fræi á þau svæði sem eru á mörkum gróins og ógróins lands. Eins og áður kom hér fram fylltu menn úr Biskupstungum hópinn sem um er fjallað í grein Tímans. Þetta voru þeir Ómar Sævarsson og Reynir Sævarsson frá Heiðmörk, Jón Ingi Gíslason frá Kjarnholtum, Margeir Ingólfsson núverandi bóndi á Brú, Guðmundur Hárlaugsson frá Hlíðartúni, Guðmundur Sigurðsson og Þorsteinn Sigurðsson frá Heiði, Karl Bjarnason frá Haukadal, Sveinn Þorgeirsson frá Hrafnkelsstöðum, Þórhallur Heimisson frá Skálholti, Kristinn Ingvarsson frá Austurhlíð og Sigurður Greipsson frá Haukadal. Tildrög þess að hellirinn fannst var á þá leið að þegar Ómar, Jón Ingi Gíslason og Guðmundur Sigurðsson voru á ferð sinni milli vinnubúðanna og girðingar sá Ómar eitthvað hvítt í gjótu og hélt það væri dauð kind. Vildi hann athuga þetta nánar og sáu þeir félagar þá að þetta var snjór. Pikkuðu þeir í hann og þá hrundi snjórinn niður og þröngt opið á hellinum kom í ljós. Ekki sáu piltarnir til botns hellisins. Ákváðu þeir að kanna hellinn betur og eftir helgarfrí komu þeir með kaðal og ljós og seig Ómar niður í hellinn. Létu strákarnir Greip vita af fundinum og hann hafði sambandi við viðkomandi yfirvöld. Jarðfræðingur var sendur á vettvang, skoðaði hellinn og mældi Vinnuflokkur Landgræðslunnar í Lambahrauni. Frá vinstri: Kristinn Ingvarsson Austurhlíð, Jón Ingi Gíslason frá Kjarnholtum, Ómar Sævarsson frá Heiðmörk, Guðmundur Hárlaugsson frá Hlíðartúni, Þorsteinn Sigurðsson frá Heiði, Reynir Sævarsson frá Heiðmörk, Þórhallur Heimisson frá Skálholti, Kristín Sigurðardóttir matráðskona frá Haukadal, Karl Bjarnason frá Haukadal, Sveinn Þorgeirsson frá Hrafnkelsstöðum, feðgarnir Sigurður Greipsson og Greipur Sigurðsson verkstjóri flokksins frá Haukadal. Á myndina vantar Margeir Ingólfsson Brú og Guðmund Þorsteinsson frá Heiði. Iss, ég vissi alltaf af þessum helli. ►
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.