Litli Bergþór - 01.06.2022, Page 38

Litli Bergþór - 01.06.2022, Page 38
hann eitthvað. Einnig mættu blaðamaður Tímans og Gunnar V. Andrésson ljósmyndari á staðinn og tók Gunnar myndirnar sem hér fylgja og hafa þær aldrei verið birtar áður, svo vitað sé. Myndirnar koma frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Nokkrar umræður urðu um hugsanlegt nafn á hellinum og varð nafnið Halur fyrir valinu. Orðið Halur merkir maður og er venjulegast notað í skálda- máli. Áður fyrr var orðið notað um frjálsan mann eða jafnvel hetju. Samkvæmt Gísla Sigurðssyni er Halur lítið hruninn en hann sé án dropsteina og því ekki eins merkileg náttúrusmíð og Jörundur. Ómar minnst þess að hafa séð mikið af dropsteinum og hraunstráum þegar hann seig niður á botn hellisins en hvað orðið hefur af þeim er spurning sem líklega fæst ekki svar við. Hellirinn Halur er ómerktur, eins og svo margir aðrir hellar, og því erfitt að finna hann í því víðáttumikla hrauni sem Lambahraun er. Sigurlaug Angantýsdóttir 38 Litli-Bergþór Heimildir: ,,Að hefta uppblástur og stuðla að landgræðslu.“ 1977. Tíminn, 11. september. https://timarit.is/page/3897635?iabr=on#page/n9/mode/2up/ search/Halur%20%C3%AD%20Lambahrauni%2C%20 s%C3%B3tt%208.%20mars%202022) Björn Hróarsson. 1991. Hraunhellar á Íslandi. Mál og menning, Reykjavík. Gísli Sigurðsson. 1998. Fjallajarðir og Framafréttur Biskupstungna. Ferðafélag Íslands. Prentsmiðjan Oddi, Reykjavík Gísli Sverrisson. Gengið frá Hagavatni að Úthlíð. http:// gardshorn.com/dropi/node/37. Jörundur. Stjórnunar- og verndaráætlun 2020-2029. september2020. Umhverfisstofnun https://ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Fridlyst- svaedi/Jorundur/stj%c3%b3rnunar-%20og%20 verndar%c3%a1%c3%a6tlun%20J%c3%b6rundur%202020- 2029.pdf Jörundur í Lambahrauni. Friðlýst svæði. Umhverfisstofnun https://ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/ sudurland/jorundur-i-lambahrauni/ Ómar Sævarsson. 2022. Viðtal höfundar við Ómar Sævarsson. Á meðfylgjandi ljósmynd má sjá Örlyg Kristfinnsson og Skúla Thoroddsen, með Soffíu - nýsmíðaðan súðbyrðing Síldarminjasafnsins, - á leið til fyrstu sjósetningar á Siglufirði árið 2009. Í grein minni um Bátasmíðar í Biskupstungum, í vorblaði Litla-Bergþórs 2020, lét ég fylgja með mynd af dæmigerðum súðbyrðingi. Myndina tók ég úr frétt um tilnefningu súðbyrðingsins til heimsminjaskrár Unesco árið 2020, en þar kom ekki fram hverjir voru á myndinni né hvar hún var tekin. Nú hef ég fengið upplýsingar um hvort tveggja, en þær komu fram í fréttapistli á heimasíðu Síldarminjasafnsins á Siglufirði það ár. Birti ég því myndina aftur með þeim upplýsingum. Því miður kemur þó ekki fram hver ljósmyndarinn er. G.S. Leiðrétting á myndatexta sem fylgja átti grein um bátasmíðar í Biskupstungum í vorblaðinu 2020

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.