Litli Bergþór - 01.06.2022, Page 43

Litli Bergþór - 01.06.2022, Page 43
Litli-Bergþór 43 Að vanda gáfum við út- skriftarnemum úr 10. bekk í Bláskógaskóla í Reykholti útskriftargjöf, sem að þessu sinni var svunta með áskriftinni „Ég elska að hjálpa til við eldhússtörfin“ og bókina Stríð og kliður eftir Sverri Nordal. En bókin fjallar um áskoranir ungs fólks í dag og gildi lífsins. 17. júní hátíðarhöld í Reyk- holti gátu farið fram með hefðbundnum hætti og tók kvenfélagið þátt í undirbúningi þeirra að vanda. Síðastliðið sumar vorum við með skemmtilega göngu í Laugarási, skógargöngu í Hrosshaga og héldum einnig vinnustund í Ingulundi, við gengum að Nátthagafossi í Ásbrandsá í ágúst, tíndum ber á leiðinni og borðuðum þau við fossinn ásamt skyri og rjóma. Ferð eldri borgara var farin í september, við skoð- uðum hellana við Hellu, Sögusetrið á Hvolsvelli og borðuðum kvöldverð á Hótel Læk í Rangárþingi. Á haustfundinum okkar fengum við Dóru Svavars hjá SlowFood til að fræða okkur um matarmeðvitund. Allt að gerast hjá kvenfélaginu... skyldi ég fá inngöngu? Kvenfélagið sá um eina erfidrykkju í júní auk móttöku í Aratungu fyrir Vegagerðina í september. Við Ásbrandsá. ► Frá eldriborgaraferð í hellana við Hellu.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.