Litli Bergþór - 01.06.2022, Qupperneq 54

Litli Bergþór - 01.06.2022, Qupperneq 54
54 Litli-Bergþór Viðgerðir á Skálholtsdómkirkju standa nú sem hæst, en lýsa þurfti yfir neyðarástandi á kirkjunni árið 2020 vegna mikils leka í turninum. Þá urðu töluverðar vatnsskemmdir, þar sem flæddi inná hæðirnar í turninum, sem geyma bókasafnið, gamalt og merkilegt safn, sem er að stofni til safn Þorsteins Dalasýslumanns, auk viðbóta. Þaðan lak niður í kirkju, ekki langt frá orgelinu. Á síðasta ári var því ráðist í miklar endurbætur á dómkirkjunni, utan sem innan. Endurbótum á listgluggum Gerðar Helgadóttur og altarismynd Nínu Tryggvadóttur er lokið sem og múrviðgerðum á tröppunum framan við hana. Nú er verið að skipta um þakskífur á kirkjunni og gera við allt ytra byrði hennar, kirkjan verður svo máluð og verður vonandi orðin hvít í lok sumars. Einnig standa yfir lagfæringar á rými Gestastofu með það í huga að bókasafni staðarins verði þar komið fyrir. Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju hefur tekið að sér að hjálpa og stýra flutningi bókanna og kirkjuráð hefur ákveðið að kosta lagfæringar á rými í Gestastofunni nýju svo safnið geti verið sett þar upp með sóma, bæði í geymslu, til rannsókna og til sýnis. Þá er til skoðunar að endurhanna lýsingu inni í kirkjunni og eins stefnir sóknarnefnd að lagfæringum á gamla kirkjugarðinum í kringum kirkjuna. Miðað er við að öllum þessum verkefnum verði lokið fyrir 60 ára afmæli kirkjunnar 2023. Skipt um klukku. Undanfarin ár hafa kirkjuklukkur Skálholtsdómkirkju þagnað hver af annarri, sú fyrsta féll niður og brotnaði við innhringingu á Skálholtshátíð 2002, fyrir réttum 20 árum og hinar hafa bilað eða hætt að hljóma af ýmsum ástæðum og voru allar teknar niður í fyrra. Viðgerðir á Skálholtsdómkirkju Gömul kirkjuklukka fjarlægð og nýrri komið fyrir í turni Skálholtsdómkirkju þann 7. júní 2022 Gamla brotna klukkan hífð upp úr kirkjuturninum. Myndir í greininni tók Jón Bjarnason.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.