Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 55

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 55
Litli-Bergþór 55 Snemma sl. haust var svo komið að notast þurfti við eina klukku frá 12. öld sem er inni í kirkjunni og var jólunum hringt inn með henni, að sögn sr. Kristjáns Björnssonar. Í turni Skálholtsdómkirkju eru fimm kirkjuklukkur sem gefnar voru til kirkjunnar á byggingartímanum. Kirkjan á einnig þrjár gamlar klukkur, ein þeirra hangir í í klukkuturni, ein er á sýningu í Gestastofu og sú þriðja hangir í Maríustúku kirkjunnar. Er sú gjöf frá norskri fjölskyldu en upprunalega komin úr Skálholti. Í tilefni Skálholtshátíðar 1956 gáfu þrjár Norður- landaþjóðir kirkjuklukkur í Skálholt og studdu auk þess við endurreisn staðarins og byggingu kirkjunnar með mörgu öðru móti. Svíar gáfu tvær klukkur, Norðmenn eina og Finnar eina. Danska klukkan kom ekki í kirkjuna fyrr en 1961, en það voru dönsku bræðurnir Ludvig Storr, aðalræðismaður í Reykjavík og Edvard Storr, stórkaupmaður í Kaupmannahöfn, sem gáfu klukkuna. Fannst þeim ótækt að engin dönsk klukka væri í Skálholti í félagi við hinar norrænu klukkurnar. Stærstar og þyngstar eru sænsku klukkurnar tvær, sem vega hvor um sig 700 kg, en sú danska er léttust, 500 kg og var það hún, sem féll niður árið 2002 og brotnaði. Á fallegum degi þ. 7. júní 2022 var loks komið að því að skipta út brotnu klukkunni. Stærsta brotið úr þeirri gömlu var híft niður úr turninum og ný klukka hífð upp og komið fyrir í hennar stað. Mun nýja klukkan hljóma í fyrsta sinn síðar í júní. Hún er steypt í Hollandi hjá Petit & Fritsen og hefur tóninn H1. Smíðuð hafa verið ný rambolt fyrir allar klukkurnar fimm, auk þess sem ein þeirra fær nýjan hamar. Vélsmiðjan Óðinn smíðaði nýjar járngrindur sem halda klukkuverkinu uppi og síðan verða raflagnir í turninum endurnýjaðar. Nýja klukkuverkið er smíðað í Danmörku og í júní komu dönsku smiðirnir í Skálholt til að hífa klukkurnar upp á grindurnar og tengja allt saman. Klukkuverkið er nánast allt tölvustýrt, sem verður mikil breyting fyrir Skálholt. Klukkubrotið frá dönskum vinum 1960. Nýja klukkan frá Verndarsjóði Skálholtsdómkirkju lögð af stað upp í turn... ..og svífur hér niður um opið á þaki kirkjuturnsins. Að sögn Kristjáns Björnssonar vígslubiskups var búið að rjúfa þekjuna á suðurhluta turnsins áður en hafist var handa við klukkuskiptin og undirbúa verkið, sem gekk mjög vel og var fagmannlega unnið. Byrjað var á því að hífa niður gömul rambolt og ýmislegt dót sem var þarna uppi ásamt brotnu klukkunni og þegar nýja klukkan var komin upp þá hífðu þeir einnig upp nýju steinflísarnar sem eiga að fara á þakið. Það verður mikill munur að geta hringt inn í Skálholti, sagði Kristján. Það var krani frá JÁVERK sem sá um hífingarnar, en Múr og mál sér um viðgerðir á ytra byrði kirkjunn- ar. Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju fjármagnar klukkukaupin. Þar sem enn vantar aðeins upp á fjármögnunina eru öll framlög vel þegin. Geirþrúður Sighvatsdóttir tók saman. Heimildir: kirkjan.is, vefur Skálholts, sr Kristján Björnsson vígslubiskup, Sunnlenska.is, RÚV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.