Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 62

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 62
62 Litli-Bergþór Nýja félagsheimilið í Tungunum skipti fólk miklu máli og því fannst Garðari og Stennu mikilvægt að vanda sig. Það kom Garðari nokkuð spánskt fyrir sjónir, að „það máttu engar samkomur byrja fyrr en hálf tíu, sem átti að hafa verið vegna þess að fólk þurfti að fá að ljúka fjósverkunum. Það var þá ekki eins og hjá Þórarni á Spóastöðum, þar sem ekki mátti skeika mínútu – klukkan sex í fjósið, hvort sem voru gestir eða ekki.“ Tímasetning funda og samkoma hafði auðvitað í för með sér að húsvörðurinn komst oft ekki í rúmið fyrr en undir tvö og síðan þurfti símstöðvarstjórinn alltaf að vera kominn upp klukkan 8, en síminn opnaði kl. 8.30. Garðar og Stenna telja þó, að eftir að nýju prestshjónin, sr. Guðmundur Óli og frú Anna, komu að Torfastöðum, hafi þau unnið ákveðið að því að tímasetning funda og stundvísi breyttist til betri vegar. „Húsvarslan var ótrúleg vinna.“ Þetta var ekki síst eftir að leikfimikennsla var leyfð í húsinu, en það var ekki fyrr en Þórarinn Magnússon (1921-1999) varð skólastjóri, en hann var frá 1964-1972. Í tíð fyrirrennara hans Óla P. Möller (1900-1973), skólastjóra frá 1956-1964, var ekki um slíkt að ræða. Til þess að leyfi fengist til að kenna leikfimi í húsinu, þurfti heilbrigðiseftirlitið að taka það út, og það var Grímur Jónsson læknir sem sá um það. Garðari var uppálagt að skúra gólfið, vaska og salerni upp úr sótthreinsandi efni, sem kallaðist Bactol. Þetta varð alltaf að gera fyrir leikfimitíma því „það var legið í gólfinu og allavega.“ Gjaldkeri hússins, Þórarinn á Spóastöðum, setti ekki út á neitt í sambandi við kostnað, nema kaupin á Bactol, sem var dýrt efni. Fyrir samkomur í húsinu var gólfið alltaf bónað með Johnson Traffic wax og það munu hafa verið sagðar sögur af því að Garðar hafi alltaf sungið hástöfum þegar hann var að bóna. „Það var geysileg vinna að þrífa eftir ball – margra daga vinna - í þetta fóru sunnudagar líka, ef leikfimi var á mánudegi.“ „Kaupið var ekkert. Þegar ég tók við í Hveragerði, var ég með hærri laun en við vorum með til samans í Aratungu, hjónin.“ Stenna þvoði öll viskustykki og handklæði og fékk sérstaklega greitt fyrir það, en hvítu dúkarnir voru sendir á Selfoss. „Þið* fóruð verst með húsið – þið körfuboltamenn. Brutuð gólfið og svona, en gólfið var einfalt – og rimlana.“ Eiríkur Sveinsson í Miklaholti var betri en enginn þegar um var að ræða ýmsar viðgerðir í húsinu og hann vann mikið að velferð Aratungu og sá meðal annars um ölsölu þar um árabil. „Eiríkur var samviskusamur maður og einlægur og þeir sem þóttust vera að gera grín að honum voru ekki menn til þess.“ Eiríkur bjó með bróður sínum, Jóni, sem var aðal bóndinn í Miklaholti, en Eiríkur vann einnig mikið af bæ. „Þeir bræður, ásamt hjónunum á Brautarhóli, Kristni og Kristrúnu, gáfu rausnarlega til byggingar félagsheimilisins.“ *hér beinir Garðar máli sínu að viðmælandanum. Aratunga, Aratunga, dansleikur laugardagskvöld. Aratunga Garðar: „Gæfan var að daginn áður en Aratunga var vígð, þá voru þeir á ferð suður Kjöl, þeir Sigurður Greipsson, Sr. Eiríkur J. Eiríksson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og formaður UMFÍ og Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi ríkisns. Þeir komu sér þar niður á nafnið Aratunga. Þá var eiginlega búið að ákveða nafnið Reykjafell. Það var svo kallaður saman fundur um morguninn, í húseigendanefnd og þá var nafnið ákveðið, að tillögu þessara þriggja. Og hugsa sér, þegar maður svaraði í símann „Aratunga“, „Reykjafell“ Óli P. Möller og Þórarinn Magnússon. Myndir af vef. Eiríkur Sveinsson 1996. Mynd Jón Eiríksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.