Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 64

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 64
64 Litli-Bergþór Stenna minnist einnar slíkrar ferðar sérstaklega. Þá var farið á 17. júní skemmtun, sennilegast 1952. Með í för voru, meðal annarra, Sigga systir Stennu og Viggí (Viktoría Karlsdóttir úr Vestmannaeyjum, vinnukona í Hveratúni). Þeim var uppálagt að koma síðan aftur með Skúla heim af skemmtuninni. Þegar fólkinu hafði verið safnað saman á Vatnsleysu, ók Skúli af stað, en Stenna, Sigga og Viggý stukku þá af pallinum, þar sem þær vildu fara á dansleikinn sem tók við eftir skemmtunina. „Viggí stökk fyrst hún var svo áræðin og við á eftir. Mamma fékk svo hjónin sem voru með búskapinn á Mosfelli með sér um kvöldið að sækja okkur.“ Forsetabílstjórinn Þegar Stenna starfaði í mötuneytinu í Skálholti áttu þar ýmsir leið um og meðal þeirra Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, sem vann við fornminjauppgröft. Um haustið skellti Kristján sér í Tungnaréttir og þar leyfði hann sér að fá sér í staupinu, eins og gengur. Stenna, þá nýkomin með bílpróf, tók að sér að aka framtíðarforseta landsins til baka í Skálholt og hefur síðan getað talið sig hafa verið forsetabílstjóra. Hrefna og leikstjórinn Árin í Aratungu eru í mörgu tilliti eftirminnileg. Þannig var til dæmis með tímann þegar sett voru upp leikrit. Þá gekk auðvitað á ýmsu og Stennu fannst það alltaf skemmtilegur tími, en á það gat Garðar ekki fallist. Til er frásögn frá þeim tíma þegar Bör Börsson var settur upp síðla árs 1963. Leikstjóri verksins var Kristján Jónsson og hann gisti hjá Stennu og Garðari á æfingatímanum. Þá var Hrefna Kristinsdóttir frá Brautarhóli talsímakona og gerði það oft, þegar hún átti að vinna áfram daginn eftir vakt, að hún gisti í Aratungu, hjá Stennu og Garðari. Þannig var það umrædda nótt. Kristján leikstjóri vaknaði við hringingu frá símstöðinni og þegar enginn gerði sig líklegan til að fara fram, ákvað hann að vekja Hrefnu, sem þá svaf í öðru herbergi. Hún kom fram, hálfsofandi enn og svaraði símanum, en þá var verið að biðja um samband við lækninn. Í svefndrunganum valdi hún ranga línu og síminn hringdi inni hjá húsráðendum. Garðar kom fram og þar voru þá fyrir þau Hrefna og Kristján, bæði á náttklæðum. Þarna varð hin vandræðalegasta uppákoma, en það fór allt vel, eftir að aðstæðurnar höfðu verið útskýrðar, samband náðist við lækninn og barnið sem um ræddi fékk bót meina sinna. Þaulsetnir gestir Það gat verið gestagangur hjá hjónunum í Aratungu og það kom fyrir að fastagestir voru ekki á neinni hraðferð og sátu lengur fram á nótt en boðlegt þótti. Garðar tók það eitt sinn til ráðs, í stað þess beinlínis að biðja gestina að rýma svæðið, að sækja vekjaraklukkuna sína. „Hann fór að trekkja upp klukkuna til að láta þá vita að Skúli Magnússon við boddýbílinn. Mynd frá Hveratúni. Kristján Jónsson, leikstjóri. Mynd af vef.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.