Litli Bergþór - 01.06.2022, Qupperneq 65

Litli Bergþór - 01.06.2022, Qupperneq 65
Litli-Bergþór 65 hann ætlaði að fara að sofa. Þeir voru þarna, Raggi og Dalli. Það var alltaf tími á árinu sem var ekkert að gera hjá þessum ungu mönnum. Voru annars á vertíð eða eitthvað og langur tími sem var ekkert.“ Sprunginn Hljómar tóku upp mynd sína Umbarumbamba í húsinu árið 1965. Það fóru einir tveir sólarhringar í upptökuna, en á þeim tíma lá Garðar á sjúkrahúsinu á Selfossi eftir að botnlanginn í honum sprakk. Þarna kom það í hlut Stennu að stýra málum í húsinu, með hjálp góðra manna. Akstur og prestur Garðar og Skúli í Hveratúni voru einu sinni í félagi með skólakeyrslu. Það vantaði eftir hádegið eina ferð niður í Laugarás fyrir 4 eða fimm krakka, sem komust ekki fyrir í bílnum hjá Þorfinni á Spóastöðum, sem þá hafði skólaaksturinn með höndum. Samið var um að Garðar keyrði þegar fært væri, en Skúli þegar færð var erfiðari, þar sem hann var með Land Rover. Þetta samstarf þeirra gekk hnökralaust fyrir sig. Einhverju sinni var frú Anna í för og sr. Árelíus Níelsson kom til tals. Hann hafði verið kennari Garðars á Eyrarbakka, hafði fermt hann og gefið honum sálmabók í fermingargjöf og síðan gift þau Stennu. Frú Anna var ekki sérlega hrifin af prestinum og tók sem dæmi, til stuðnings skoðun sinni, að hann hefði samið texta við vinsælt dægurlag, Brúðkaupið, þar sem þetta var að finna: „Allt er hljótt, heilög nótt sem ég helga þér, Ave María“, sem prestsfrúnni fannst ekki við hæfi. Mokstur Einn veturinn, þegar Garðar átti Saab „– litlu bílana“, var jafnvel oft ófært niður að Brautarhóli, „tala nú ekki um að maður komst ekki niður að Spóastöðum eða neitt dögum saman.“ Garðar hringdi þá einhverju sinni í Einar Sigurjónsson vegaverkstjóra, til að athuga hvort ekki ætti að fara að moka. „Svarið var, að meðan mjólkurbílarnir kæmust yrði ekki hugsað um mokstur. Mjólkurbílarnir þarna voru fjórhjóladrifsbílar, sem komust ansi lengi. Aðrir sátu bara eftir. Mjólkurbílar fóru um sveitina á hverjum degi, enda voru þá ekki komnir mjólkurkælar á bæina.“ Blóðprufan Þegar þorrablót voru þá var komið frá flestum bæjum í sveitinni. „Þá var ekki sér blót fyrir eldri borgara og fólkið kom með sitt vín, betri bændur með viskí, en það var aldrei neinn bíll eftir. Eftir eitt þorrablótið í Aratungu stoppaði lögregluþjónn frá Selfossi einn stórbóndann, - náttúrulega ekta viskílykt af honum. Það var farið með hann niður í Laugarás til Konráðs, og tekið blóð. Síðan var karlinum skilað og þeir fóru með blóðið á Selfoss til rannsóknar. Þar voru menn undrandi hvað blóðið var þunnt. Þá hafði Konráð lætt vatni í sýnið, því það gekk ekki að þessi sómamaður missti bílprófið. Svona var Konráð, hann var svo mannlegur.“ Í næsta blaði mun birtast framhald viðtalsins við Garðar og Stennu, þar sem sagt verður frá símamálum í Biskupstungum og veitt innsýn í störf þeirra við símstöðina í Aratungu. Páll M Skúlason.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.